Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 49
Þingið sátu 27 fulltrúar frá 10 sérráðum og héraðssamböndum, auk
varafulltrúa, stjórnar FRÍ og nokkurra gesta, sem höfðu málfrelsi og
Ollögurétt.
Þing frjálsíþróttaleiðtoga Norðurlanda
Fimmta þing frjálsíþróttaleiðtoga Norðurlanda var haldið í Osló dag-
sr*a 8. og 9. des. 1952. Þingið sótti af hálfu Frjálsíþróttasambandsins
formaður þess, Bragi Kristjánsson. Þingið sátu, auk Braga, Danimir
Thor Dahl-Jensen og Peder Madsen, Finnarnir Reino Piirto, hinn ný-
kjörni formaður finnska sambandsins, Jukka Lehtinen, Erik Áström og
Leo Huutunen, Svíarnir Tage Ericson og Birgir Bergvall og Norð-
mennirnir Arne B. Mollén, hinn nýkjörni formaður sambandsins, Reidar
Petersen, Björn Benterud, Olav Tendeland, Sigurd Dahle og Aage
Möst.
Þingforseti var kjörinn Olav Tendeland. Á þinginu vom rædd fjöl-
mörg sameiginleg mál Norðurlandanna, og skal hér drepið á nokkur:
1) Meistaramót Norðurlandanna voru ákveðin þannig: Danmörk 8.—
9. ágúst, Finnland 16,—17. ágúst (ekki endanleg ákvörðun), Island
15,—16. ágúst, Noregur 14,—16. ágúst, Svíþjóð 21.—23. ágúst.
2) Rætt um innbyrðis landskeppnir 1953.
■3) Gengið frá skrá yfir Norðurlandamet.
4) Tage Ericson skýrði frá, að stigatafla sú, er tók gildi 1. jan. 1952,
væri nú í endurskoðun og mundi henni lokið fyrir vorið. Enn-
fremur var upplýst, að IAAF hefði nú á prjónunum stigatöflu
fyrir konur.
5) Rætt var um Norðurlandameistaramót drengja, og var kjörin
nefnd til að athuga málið fyrir næsta þing. Einnig var rætt um
Norðurlandameistaramót karla, og voru menn sammála um, að
erfitt yrði að koma á Norðurlandameistaramóti fullorðinna.
®) Rætt var um stigakeppni, sem komið hefur til tals milli Rúss-
lands og Norðurlanda. Voru menn sammála um að taka til at-
hugunar möguleika fyrir slíka keppni, sem þó kæmi ekki til
greina 1953, svo áliðið sem nú væri orðið, en væri athugandi
1954.
7) Rætt um lágmarkslengd hlaupabrauta og stigaútreikning í lands-
keppnum.
Næsta þing var ákveðið í Svíþjóð, sennilega Stokkhólmi, 7.-8.
nóv. n. k.
47