Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 169
mun jafnari, og var nú mun meira skipulag á samleik íslandsmeistar-
anna, og lyktaði síðari hálfleiknum einnig með 2:1 fyrir Brentford.
Mark ÍA skoraði Þórður Þórðarson eftir góðan samleik við Ríkharð Jóns-
son, þegar 14 mín. voru eftir, en fyrra mark Brentfords kom þegar
stundarfjórðungur var af leik, og gerði v. innh. Dare það, en það síð-
asta skoraði Monk, þegar 10 mín. voru eftir.
Næstsíðasti leikur heimsóknarinnar var gegn úrvali úr KR og Val,
og var hann bæði skemmtilega og fjörlega leikinn. Strax á 7. mín.
tókst Olafi Hannessyni að skora, og stuttu síðar bætti hann öðru við.
Lyktaði fvrri hálfleik með sigri KR—Vals, 2:0. Siðari hálfleikur var
stundarfjórðungs gamall, þegar Dare skoraði með föstum skalla fyrir
Brentford, og þegar 10 mín. voru til loka, jafnaði Greenwood með
skalla eftir hornspymu.
Síðasti leikurinn var gegn úrvalsliði, sem 2 knattspyrnugagnrýnendur
völdu (pressuliði). Leikur þessi var einn skemmtilegasti og bezti leik-
ur heimsóknarinnar. Eftir 11 mín. skoraði Dare enn einu sinni. Um
miðjan hálfleikinn fékk markv. Brentfords skot, var á leið fram hjá, en
hann hugðist taka knöttinn, en áður en hann náði honum, breytti ann-
ar bakvörðurinn stefnunni, og knötturinn rann inn í opið markið, 1:1.
Þegar 5 mín. voru af síðari hálfleik fékk miðfrv. Brentfords á sig
dæmda vítaspvrnu fyrir hendi, og skoraði Gunnar Guðmannsson úr
henni. Það, sem eftir var leiksins, gerði Brentford allt til að jafna, en
það kom fyrir ekki, og lyktaði leiknum með sigri úrvalsins, 2:1.
Það, sem mest kom á óvart í sambandi við þessa heimsókn, var geta
íslenzku liðanna, einkum þó hve úthald leikmannanna var í góðu lagi.
Fyrir 5 árum var hér annað enskt atvinnulið, Q. P. R., og er því fróð-
legt að gera samanburð á þessum tveimur heimsóknum. Það, sem
mest kom á óvart í leikjunum gegn Brentford, var, hve góð æfing
íslenzku leikmannanna var, sérstaklega var úthald og þol gott. I leikj-
unum gegn Q. P. R. voru íslenzku leikmennirnir flestir komnir að niður-
lotum um miðjan siðari hálfleik, og eftir það veittist Bretunum auð-
velt að skora að vild. Uppbygging leiks Brentfords var mjög svipuð
°g hjá Q. P. R., knötturinn látinn ganga af miðjunni út til útherjanna,
sem leika að endamörkum og gefa síðan fyrir til þess að gefa innherj-
unum tækifæri til þess að skalla á mark. Komu langflest markanna
1947 þannig. Brentford gerði tilraunir með þessa leikaðferð, en hún
dugði sjaldan, því að bakverðirnir íslenzku kunnu nú að loka útherj-
ana af út við hliðarlínuna, en þetta gekk Bretunum bezt í hornum,
enda komu 6 af 11 mörkum liðsins með skalla. Af þessum árangri
167