Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 40
Neskaupstafiur. Þar léku' aðeins um 8 manns badminton að staðaldri
s. 1. ár í leikfimissal barnaskólans.
Akranes, Borgames, Selfoss. A öllum þessum stöðum er vaxandi áhugi
og sæmileg aðstaða til badmintonæfinga í íþróttasölum skólanna.
Héraðsskólarnir. I flestöllum íþróttasölum héraðsskólanna eru rnark-
aðar línur badmintonvallar og badminton leikið af nemendum og kenn-
urum að meira eða minna leyti um skólatímann.
Badmintonkeppnir. Enn sem komið er eru það aðeins Reykvíkingar
og Stykkishólmsbúar, sem halda innanfélagsmót. Urslit helztu slíkra
móta hafa ver.ið sem hér segir:
I Reykjavík: TBR hélt „Bændaglímu" í íþróttahúsinu að Hálogalandi
10. febr. 1952. Bændur voru Þorvaldur Ásgeirsson, núverandi formað-
ur TBR, og Vagn Ottóson (áður: Wagner Walbom Ottóson). Þátttak-
endur voru alls 20, 10 í hvoru liði. Lið Þorvalds bar sigur úr býtum.
Innanfélagsmeistaramót TBR var haldið dagana 28/2, 2/3 og 8/3
1952 í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Þátttakendur voru 36. Sú nýlunda
var upp tekin, að þátttakendum var skipt í 3 flokka: nýliða, 1. flokk
og meistaraflokk.
Nýliðakeppni: Einliðaleik karla vann Gunnar Pétursson. Tvíliðaleik
karla unnu Eggert Kristjánsson og Gunnar Pétursson.
1. flokkur: Einliðaleik karla vann Guðmundur Arnason. Tvíliða-
leik karla unnu Lárus Guðmundsson og Haukur Gunnarsson.
Meistaraflokkur: Einliðaleik karla vann Vagn Ottóson. Tvíliðakeppni
karla unnu Magnús Davíðsson og Páll Andrésson. Einhðaleik kvenna
vann Unnur Briem. Tvíliðaleik kvenna unnu Bella Wathne og Júlíana
Isebarn, og tvenndarkeppni unnu þau Unnur Briem og Vagn Ottóson.
1 Stykkishólmi: Innanfélagsmót Ungmennafélagsins Snæfells var háð
2. og 9. marz. Þátttakendur voru 17. Urslit urðu þau, að sigurvegarar
urðu: Agúst Bjartmars í einliðaleik karla, Halla Arnadóttir í einliðaleik
kvenna, Einar Magnússon og Geir O. Oddsson í tvíliðaleik karla, Halla
Arnadóttir og Ragna Hansen í tvíliðaleik kvenna og Halla Arnadóttir
og Þorgeir Ibsen í tvenndarkeppni. Fjöldamargir áhorfendur fylgdust af
áhuga með þessari innanfélagskeppni, sem fór hið bezta fram.
Bæjakeppni í badminton. í tilefni af 40 ára afmæli ÍSÍ fór fram
bæjakeppni milli Reykjavíkur og Stykkishólms hinn 22. júní 1952 í
íþróttahúsinu að Hálogalandi. Lið hvors bæjar var skipað 6 körlurn og
4 stúlkum. Fyrirliði Reykjavíkurliðsins var Þorvaldur Asgeirsson, en
fyrirliði Stykkishólmsliðsins var Olafur Guðmundsson. Reykjavík bar
sigur úr býtum, vann 8 leiki, en tapaði 5.
38