Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 167
Heimsóknir
Heimsókn XXVI:
Brentford Football Club
Þriðjudaginn 27. maí kom hingað enska atvinnuliðið Brentford frá
London í boði félaganna Fram og Víkings. Félag þetta hefur síðan 1947
leikið í 2. deild ensku atvinnuliðanna og var á síðasta leiktímabili lengi
vel í hópi 3 beztu liðanna, en hafnaði að lokum 1 10. sæti.
Með félaginu komu hingað flestir beztu menn þess að undantekn-
um 2 leikmönnum, miðfrh. Thornas Lawton, hinurn heimsþekkta mið-
framherja enska landsliðsins 1938—1948, og v. framv. W.illiam Slater,
sem er áhugamaður og fyrirliði enska landsliðsins. Hann lék með
Blackpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 1951 og var um það
leyti beðinn að taka þátt í heimsókn áhugaliðsins Middlesex Wander-
ers hingað til lands, en varð að hafna því.
Meðal þeirra leikmanna, sem hingað kornu, var fyrirliði enska
B-landsliðsins, miðframv. Ronald Greenwood, sem vakti hér sérstaka
eftirtekt fyrir prúðan og fágaðan leik, því að hann gerði allt af vand-
virkni og yfirvegun og hreinsaði aldrei frá án þess að hugsa um að
koma knettinum til ákveðins samherja. Annar þekktur leikmaður liðs-
ins var Skotinn James Bowie, sem lék aðeins með í fyrsta leiknum sem
h. innh., en veiktist daginn eftir. Hann hefur síðustu árin getið sér
gott orð með öðrum liðum í London, Chelsea og Fulham, en Brentford
hafði nýlega fengið hann frá Fulham, er félagið kom hingað. Einnig
má geta markvarðarins, Jeffries, en hann var gamall kunningi reykvískra
knattspyrnumanna úr Englandsförinni 1946. Hann lék þá með áhuga-
liðinu Oxford City gegn reykvíska úrvalinu.
Brentford lék hér 5 leiki á 9 dögum. Það er ekki hægt að segja, að
það hafi uppfyllt þær vonir, sem menn höfðu gert sér um það, því að
gert hafði verið ráð fyrir mun virkari og árangursríkari leik. Samleik-
urinn var lítt virkari en andstæðinganna, og það var aðeins á einu
sviði, sem enska liðið skaraði sérstaklega fram úr, en það var á sviði
kollspyrnunnar. Þegar Bretarnir notuðu höfuðið til þess að senda knött-
inn, var oftast engu minni kraftur í sendingunni en þegar þeir spyrntu
af afli.
165