Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 174
Hamar IL og lék á meðan 3 Ieiki í Upplöndum. Fyrsti leikurinn var
gegn Raufoss, einu af 2. deildar liðum héraðsins. Það hafði lengi leiks
1:0, en undir lokin skoruðu Akurnesingar 3 mörk. Annar leikurinn var
gegn Brummundalen og sigraði IA með 10:1. Síðasti leikur heimsókn-
arinnar var gegn Hamar IL, og fór sá leikur fram í sambandi við 40
ára afmæli félagsins. Var leikurinn bæði fjörugur og vel Ieikinn. Eftir
fyrri hálfleik hafði IA 2:1, en ekki leið á löngu þar til Norðmenn höfðu
skorað 2 mörk, 3:2. Síðustu 15 mín. breyttu Akurnesingar stöðunni í
3:6 sér í hag.
Frá Noregi hélt flokkurinn til Kaupmannahafnar, og var þangað
komið 27. júní. Leikinn var þar einn leikur gegn KFUM, sem hér
var 1950. Lauk þeim leik með sigri Dana með 6:3.
Flokkurinn kom heim 28. júní. Fararstjórar voru Oðinn Geirdal og
Guðjón Finnbogason. Aðtir í flokknum voru: Benedikt Vestmann, Dag-
bjartur Hannesson, Guðmundur Jónsson, Helgi Björgvinsson, Hreiðar
Sigurjónsson, Jakob Sigurðsson, Jón S. Jónsson, Halldór Sigurbjörnsson,
Kristján Pálsson, Kristinn Gunnlaugsson, Magnús Kristjánsson, Olafur
Vilhjálmsson, Pétur Georgsson, Ríkharður Jónsson, fyrirliði og þjálf-
ari flokksins, Sveinn Teitsson, Þórður Jónsson og Þórður Þórðarson.
Einstakir leikir fóru þannig:
14. júní: Sparta 6 — ÍA 1.
16. júní: Kvik, Halden 3 — ÍA 7.
18. júní: Lilleström 5 — ÍA 2.
20. júní: Raufoss 1 — ÍA 3.
22. júní: Brummundalen 1 — IA 10.
25. júní: Hamar IL 3 — ÍA 6.
27. júní: KFUM 6 - ÍA 3.
Vtanför XVI:
Víkingur til Færeyja
Meistaraflokkur Vikings hélt utan í keppnisför til Færeyja 27. júní
á vegum Havnar Boltfélags i Þórshöfn. Kom flokkurinn til Færeyja
29. júni og lék sinn fyrsta leik daginn eftir við HB. Sigraði Víkingur
með 3:2.
Annar leikurinn fór einnig fram í Þórshöfn, og var leikið gegn
B-36, sem Vikingur sigraði með 2:0. Frá Þórshöfn var haldið til Klaks-
vík og leikið þar við samnefnt félag, og sigraði Vikingur með 4:2.
172