Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 192
11111 ÍSÍ. í því tóku þátt fimm félög: Glímufélagið Ármann, ÍKF (félag
stofnað haustið 1951 af nokkruni íslenzkum starfsmönnum á Keflavik-
urflugvelli), IR, IS og Körfuknattleiksfélagið Gosi (félag stofnað af
nokkrum menntaskólanemendum). IKF bar sigur úr býtum með 6 stig-
um, en næst var IS, þá IR og loks Ármann með 2 stig hvert, en Gosi
fékk að keppa sem gestur, þar sem það var ekki löglegur aðili í ISI.
I bvrjun október 1952 er haldið dómaranámskeið í körfuknattleik
á vegum ISI, en kennari á því var Þórir Þorgilsson. Nú munu 12 ís-
lendingar hafa dómararéttindi í körfuknattleik karla og í körfuknatt-
leik kvenna.
I febrúar og marz 1953 var körfuknattleiksmót ÍFRN haldið eins og
að undanförnu. Nemendur fjögurra skóla tóku þátt í því, eitt lið var frá
hverjum skóla, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, kennaraskólanum og verzl-
unarskólanum, en tvö lið frá háskólanum. Bæði lið háskólans sigruðu
öll lið hinna skólanna.
Nú munu körfuknattleiksæfingar fara fram eða vera í þann veginn
að hefjast í 22 íþróttasölum víðs vegar á landinu, eða í helmingnum
af þeim íþróttasölum, sem nú eru til hér á landi. — Af þessu má sjá,
að saga körfuknattleiksins er rétt að hefjast hér, þar sem hann er víðast
hvar að festa rætur eða enn á bernskuskeiði.
Körfuknattleikur er leikur, sem leikinn er af unglingum og fullorðnu
fólki hjá öllum menntuðum þjóðum heims. Hann er venjulega leikinn
innanhúss, en einnig er hægt að leika hann utanhúss á sléttum, hörð-
um og þurrum velli.
I körfuknattleiksliði karla eru 5 leikendur, 2 framherjar, 1 mið-
herji og 2 verðir. I liði kvenna eru 6 leikendur, 3 herjar og 3 verðir.
Reglur leiksins eru mjög nákvæmar, og eru dómarar leiksins venjulega
2, stundum 3.
Það, sem einkum aðgreinir körfuknattleik frá öðrum knattleikjum, er:
1) að mörkunum, körfunum, er komið fvrir í láréttum fleti í hæð, sem
er ofar höfðum leikenda, bannig að kasta verður knettinum i boga,
svo að hann lendi í körfunum. Þetta er gert til þess að koma í veg
fyrir það, að knetti sé kastað af miklu afli;
2) að knötturinn er gefinn uno á miðjum leikvellinum milli miðherja
liðanna, svo að bæði liðin haf.i iafna aðstöðu til þess að ná knett-
inum. Þetta gildir bæði í byrjun leiks og eins í byrjun hvers fjórð-
ungs leiks eða hálfleiks, en leiktíma körfuknattleiks er oft skipt
niður í fjórðunga;
190