Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 53
B-junioramát FÍRR var haldið 4. september. Bjöm Jóhannsson, Umf.
Kefl., varð hlutskarpastur í 4 greinum, 60 m. og 600 m. hlaupum
(7,6 sek. og 1:33,5 mín.), hástökki (1,55 m.) og langstökki (5,98 m.).
Eiður Gunnarsson, A, bar sigur úr býtum í kringlukasti (40,60 m.) og
kúluvarpi (16,64 m.) Varpað var kvennakúlu.
B-móticf fór fram 15.—16. september. Keppt var í 11 greinum. Veð-
ur var óhagstætt báða dagana. Af úrslitum vakti mesta athygli kúlu-
varP glímukappans Annanns Lárussonar, Umf. R, 13,26 m., og spjót-
kast Helga Jóhannssonar, Á, 49,78 m.
Septembermótið var að þessu sinni háð 20. september. Veður var
svalt og dálítil gola. Einn erlendur gestur keppti á mótinu, danski
kringlukastarinn Jörgen Munk-Plum. Bar hann sigur úr býtum i sinni
grein, kastaði 48,99 m.; 2. Þorsteinn Löve, KR, 46,99 m.; 3. Friðrik
Guðmundsson, KR, 46,35 m. Áður en Munk-Plum fór héðan, keppti
hann aftur við þá Þorstein og Friðrik og sigraði. Þetta var 24. septem-
ber. Bætti hann þá danska metið, sem hann átti sjálfur (49,16), og
kastaði 49,29 m. Næstur varð Þorsteinn með 48,29 m. og Friðrik þriðji
með 47,12 m. — Af öðrurn úrslitum Septembennótsins má nefna 3000
m- hlaup þeirra Kristjáns Jóhannssonar, IR, og Sigurður Guðnasonar,
IR. Hnekkti Kristján meti Óskars Jónssonar, hljóp á 8:50,2 mín., en
Sigurður einnig undir 9 mínútum, á 8:58,6 mín.
Shólamótið fór frarn laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. október.
Veður var hið versta báða dagana, og var mesta furða, hve góð af-
rek voru þarna unnin. Vegna veðursins féll keppni í kvennaflokki nið-
ur> en keppt var í þremur aldursflokkum karla. — I A-flokki (19 ára
°g eldri) varð Háskólinn hlutskarpastur, hlaut 65 stig, Menntaskólinn
37, Samvinnuskólinn 12, Kennaraskólinn 7 og Verzlunarskólinn 7. —
i B-flokki (16—19 ára) sigraði Samvinnuskólinn, hlaut 26 stig, Kenn-
araskólinn 22, Verzlunarskólinn 18, Menntaskólinn 15 og Gagn-
Bæðaskóli Austurbæjar 15. — í C-flokki (15 ára og yngri) hlaut Gagn-
Bæðaskóli Austurbæjar 27 stig, Verzlunarskólinn 17 og Gagnfræðaskól-
mn við Hringbraut 11.
Af einstökum afrekum er eftirtektarverðast kúluvarp Braga Frið-
rikssonar, H. (KR), 13,77 m., langstökk Valdimars Örnólfssonar, M.
(ÍR), 6,75 m. (meðvindur), og í B-flokki grindahlaup Péturs Rögnvalds-
sonar, S. (KR), 15,4 sek. (lágar grindur, meðvindur), og spjótkast
Jóns Vídalíns, V. (Siglufj.), 55,73 m. (drengjaspjót).
51