Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 121
Sigurður G. Thorarensen, 3+1 v.; Ágúst Kristjánsson, 3 v.; Lárus
Salómonsson, 2 v.; Skúli Þorleifsson, 2 v.; Gunnar Salómonsson, 0 v.
Sigurður féll fyrir Ágústi, en Ágúst fyrir Lárusi. I úrslitaglímunni
féll Ágúst fyrir Sigurði, sem vann nú Grettisbeltið í 5. sinn. Ágúst
hlaut fegurðarglímuverðlaunin, Stefnuhornið.
1936 (Sigurður Thorarensen glímukappi lslands;
Agúst Kristjánsson vinnur Stefnuhornið til fullrar eignar).
26. Islandsglíman fór fram á íþróttavellinum 21. júní, og heiðraði
konungur íslands glímuna með nærveru sinni. Um 5—6 þúsund áhorf-
endur voru viðstaddir, og var glímunni fagnað mjög. Urslit glímunnar
urðu þau, að Sigurður Thorarensen varð glímukappi Islands í 6. sinn
og lagði alla viðfangsmenn sína. Næstur honum varð Ágúst Kristjáns-
son, og hlaut hann fegurðarglímuverðlaunin. Var það í þriðja sinn í
röð, sem hann fékk Stefnuhornið, og vann það því til fullrar eignar.
Þátttakendur voru 8, allir úr Glímufélaginu Ármanni. Flesta vinninga
hlutu:
Sigurður Thorarensen, 7 v.; Ágúst Kristjánsson, 6 v.; Skúli Þorleifs-
son, 5 v.
Aðrir þátttakendur voru: Jóhannes Bjarnason, Einar Olafsson, Árni
Jónsson, Guðni Kristjánsson og Gústaf A. Guðjónsson.
Að Iokinni glímunni átti forseti ÍSÍ að afhenda verðlaunin. En þá
kom ósk frá konungi um, að glímumenn gengju fvrir hann. Konungur
skoðaði lengi verðlaunagripina, bæði Grettisbeltið og Stefnuhornið.
Síðan kallaði hann fyrir sig sigurvegarann, Sigurð Thorarensen, og af-
benti honum að gjöf fagran silfurbikar. Einnig tók konungur í hönd
hvers glímumanns. Að því loknu fór fram verðlaunaafhending.
1937 (Skúli Þorleifsson giímukappi lslands;
Sigurður Hallbjörnsson vinnur fegurðarglímuskjöldinn).
27. Islandsglíman var háð á íþróttavellinum 3. júlí. Þátttakendur
voru 8, allir frá Glímufélaginu Ármanni. Urslit urðu þessi:
Skúli Þorleifsson, 7 v.; Einar Olafsson, 6 v.; Sigurður Hallbjörnsson,
5 v.; Jóhannes Bjarnason, 4 v.; Hörður Markan, 2 v.; Sigurjón Hall-
björnsson, 2 v.; Kristófer Kristófersson, 2 v.; Árni Stefánsson, 0 v.
Skúli Þorleifsson varð glímukappi íslands. Felldi hann alla viðfangs-
menn s:na. Fegurðarglímuverðlaunin vann Sigurður Hallbjörnsson.
beppt var um fagran skjöld úr fílabeini, gerðan af Ríkharði Jónssyni.
Var skjöldur þessi gefinn af ÍSÍ til fegurðarglímuverðlauna.
119