Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 175
Síðasti leikurinn var gegn úrvali úr B-36 og HB, og sigraði það
með 3:2. Var það eini tapleikur Víkings í förinni.
í flokknum voru þessir Ieikmenn: Bjarni Guðnason, Björn Kristjáns-
son, Asgeir Magnússon, Einar Pétursson, Gissur Gissurarson, Guðbjörn
Jónsson (KB), Guðmundur Samúelsson, Gunnar Símonarson, Helgi
Eysteinsson, Hörður Guðmundsson (KR), Ingvar Pálsson, Kjartan
Eliasson, Ólafur Eiríksson, Reynir Þórðarson, Sigurður Bergsson (KR),
Sigurður Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson.
Fararstjórar voru Guðjón Einarsson, Gunnar M. Pétursson og Árni
Árnason.
Fréttir úr héruðum
Akranes
Árið 1952 var merkisár í sögu knattspyrnunnar á Akranesi, ekki síð-
ur en árið áður. Knattspyrnulið Akraness sýndi það fyllilega, að það
var engin slembilukka, að það skyldi hafa orðið íslandsmeistari árið
áður. Enda þótt liðið yrði af íslandsmeistaratitlinum, sýndi það þó, að
það mátti heita sterkasta knattspyrnulið íslenzkt, sem lék í Reykjavík.
Á árinu rættist langþráður draumur knattspymumanna á Akranesi,
að fara keppnisför utan. Þessi för kom fyrst til orða 1950, en ekki gat
þó af henni orðið fyrr en 1952. Með för knattspymuliðs IA til Noregs
hefst nýr þáttur í sögu íþróttarinnar á Akranesi. Allt fram að henni hef-
ur allt beinzt að því að taka þátt í mótum heima og í Reykjavik.
Vegna þess að óþarft er að endurtaka það, sem ritað er um leiki
Akurnesinga í Islandsmótinu og Landsmóti II. flokks, förina til Noregs
og einstaka leiki í sambandi við heimsóknir erlendra liða, svo og Þrí-
keppnina, verður að vísast til viðkomandi kafla. Keppnistímabilið hófst
heima fyrir með vormótum, sem fóru þannig:
7. maí: 1. flokkur keppni um bæjarbikarinn........ Kári 2 — KA 1
11- — 1. — — — — (síðari umf.) Kári 2 — KA 1
14.-2. - - - - KA 4 - Kári 0
12.-3. - - - - KA 1 - Kári 1
10. — 4. — — — — KA 1 — Kári 0
173