Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 48
að sjá svo um, að leiðréttar verði villur, sem slæðzt hafa inn í
afrekaskrá fyrir árið 1952, svo að hún megi birtast rétt í árbók
íþróttamanna fyrir það ár.
5) Arsþing FRI samþykkir, að marggefnu tilefni, að skora á sam-
bandsaðila að skila lögboðnum móta- og ársskýrslum innan til-
skilins tíma.
6) Fimmta ársþing FRI samþykkir að skora á væntanlega stjórn
FRÍ, að hún leitist við af fremsta megni að koma því til leiðar,
að aðalhluti meistaramóts Islands 1953 verði haldinn utan Reykja-
víkur, t. d. á Akureyri.
Samþykkt fráfarandi stjómar FRI í máli Ólympíufara var rædd á
þinginu sem sérstakur dagskrárliður og samkvæmt ósk þingsins lesnar
þar upp skýrslur flokksstjóra og fararstjóra Ólympíufaranna. Var mál-
ið síðan afgreitt með eftirfarandi dagskrártillögu eftir alllangar um-
ræður:
„Arsþing FRI 1952 lýsir því yfir, að það er samþykkt stefnu stjórn-
ar FRÍ í máli Ólympíufara og telur, að með henni sé stefnt að því
að skapa innan samtakanna aga og festu, sem verða muni til góðs
fyrir þau í framtíðinni.
Jafnframt lýsir þingið yfir ánægju sinni út af þeirri ákvörðun sam-
bandsráðs ISI að leggja mál Ólympíufara undir dómstóla íþróttahreyf-
ingarinnar til frekari athugunar.
Fyrir því sér þingið ekki ástæðu til að ræða frekar mál það, sem
hér er til umræðu, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“
Arsskýrsla stjórnarinnar og reikningar sambandsins voru samþykktir
samhljóða. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings fyrir 1951—1952 voru
kr. 79.092.64.
Kosningar. Fráfarandi formaður, Garðar S. Gíslason, fráfarandi vara-
formaður, Jóhann Bernhard, og fráfarandi gjaldkeri, Gunnar Vagnsson,
lýstu því yfir, áður en gengið var til kosninga, að þeir gæfu ekki kost
á sér. Formaður var kjörinn einróma Bragi Kristjánsson. Aðrir i aðal-
stjóm voru kosnir: Bogi Þorsteinsson, Brynjólfur Ingólfsson, Lárus
Halldórsson og Guðmundur Sigurjónsson. I varastjórn voru kosnir: Jón
M. Guðmundsson, Þórarinn Magnússon og Arni Kjartansson. Endur-
skoðendur voru kjörnir: Gunnar Vagnsson og Ragnar Ingólfsson —
og til vara: Gunnar Sigurðsson og Stefán Runólfsson. I frjálsíþrótta-
dómstól FRI: Baldur Möller, Konráð Gíslason og Jóhann Bemhard.
Til vara: Sigurður Ólafsson, Jón Kaldal og Öm Eiðsson.
46