Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 90
íþróttamenn okkar hefðu að skaðlitlu getað verið viku skemmri tíma.
Við erum þakklátir Olympíunefnd Islands fyrir allan undirbúning
og öllum þeim aðilum, sem styrktu för þessa.
Þegar frá eru skilin feilspor, sem sögð voru fleiri en rétt var, varð
för þessi ógleymanleg öllum þeim, sem hana fóru.
Fáni vor blakti þarna hreinn og undrafagur ásamt fánum 71
þjóðar. Hiklaust má telja, að þessir Olympíuleikar hafi verið einhver
mesta friðarráðstefna seinni tíma, þar sem þjóðirnar fengu að sjá hver
aðra, og þær voru miklu líkari hver annarri en sagt hefur verið.
Finnsku þjóðinni þökkum við framúrskarandi viðtökur og óskum
henni til hamingju með þann mikla heiður, sem hún hlaut fyrir fram-
kvæmd stærsta og glæsilegasta íþróttamóts allra tíma.“
Frammistaða íslenzku keppendanna varð, eins og drepið var á, ýms-
um til vonbrigða hér heima. Tjáir þó ekki að leggja árar í bát eða sýta
forna og forgengna frægðartíð. Ekki er heldur rétt að áfellast piltana,
því þótt einhverjum finnist þeir eða sumir þeirra hafa brugðizt skyldu
sinni, má þó ekki glevma þeim sigrum, sem þes&ir víkingar tuttugustu
aldarinnar hafa áður unnið, sigrum, sem eiga eftir að ylja mörgum
Islendingnum um hjartaræturnar á skammdegiskvöldum í framtíðinni.
Ekki má heldur gleyma því, þótt setning Coubertins um Olympíu-
leikana sé orðin margþvæld og hafi oft verið misnotuð, að ekki ber
að skoða Olympíuleikana fyrst og fremst sem íþróttamót. Þeir eiga
annað og göfugra takmark. Takmark þeirra er að sameina æskulýð alls
heimsins um heilbrigð áhugamál, ef verða mætti til að vekja vináttu
og kynni, sem fyrirbyggt gætu fjandskap, styrjaldir og þvílíkt böl.
Enginn þarf að óttast það, að íslenzku piltamir, sem ferðuðust til
Helsinki, hafi ekki verið þar boðberar friðar, frelsis og vináttu gervalls
mannkynsins. Því má ekki gleyma, að þessu höfuðmarki Ólympíu-
leikanna voru piltar okkar trúir, jafnvel þótt þeir hafi bmgðizt von-
um einhverra íþróttalega.
Skal hér rakin frammistaða Islendinganna í keppni Ól)Tnpíuleik-
anna:
Ásmundur fíjarnasnn hljóp í 1. riðli 100 m. hlaupsins og varð 5.
af 7 keppendum á 11,1 sek., sem var sami tími og 3. maður fékk.
Riðilinn vann John Treloar, Ástr., sem varð 6. í úrslitum. Ásmundur
hljóp í 11. riðli 200 m. hlaupsins og varð þar 4. af 5 keppendum á
22,4 sek. Riðilinn vann Schalk Boysen, S.-Afr., á 21,8 sek.
Hörður Haraldsson hljóp í 3. riðli 100 m. hlaupsins og var þar 4.
af 6 keppendum á 11,0 sek. Riðilinn vann Bailey, sem varð 3. í úr-
j
88