Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 9
ÓFRIÐURINN.
9
og dró meira HS aS sjer aS sunnan, frá Sofíu og öSrum stöS-
um, og hafSi svo rúmar 50 þúsundir til fundanna. 16. júlí fjekk
hann aS vita, aS Nikópólí var unnin og gerSi þá lykkju á leiS
sinni og hjelt í landsuSur til bæjar þess, er Plevna heitir.
Hann er örskammt frá Vid, ánni sem fyr er nefnd, en landiS
umhverfis gott til vígja og varna. 18. júlí kom Osman her
sínum á þessar stöSvar og tók þegar til virkjagerSar; var aS
þessu svo kappsamlega unniS, aS á tíu dögum voru mörg þau
vígi reist, sem síSar meir urSu Rússum aS sem mestu tjóni.
J>a8 er sera Rússar hafi vitaS lítil deili á um ferS Osmans, og
þeir hafi haldiS í fyrstu, aS þaS væri ekki annaS en lausa-
flokkar, sem hefSu hætt sjer svo langt fram aS vestan og sveim-
uSu nú um í grenndinni viS Plevna. Herdeildin í Nikópólí
(Krúdeners) fjekk þau boS. aS hún skyldi svipa sjer þangaS
suSur og hreinsa þær slóSir. J>á var brú komin á Duná aS
norSan frá Turn Magurelli, bæ er svo heitir, og til Nikópólí og
nú voru Rúmeningar kvaddir til fulltingis, og fóru þeir þar yfir
og settust til gæzlu i Níkópólí í hinna staS. Fyrir forvarSaliSi
Krúdeners var sá hershöfSingi, sem heitir Schulder-Schildner, og
skyldi hann freista aS vinna þeim sveitum geig, sem Osman
hafSi sent suSur á bóginn til þorps, sem Lóvats (eSa Loftsja)
heitir, en höfuSherinn átti aS sækja Plevna aS norSan og austan.
Hjer sl<5 í harSa bardaga 19. og 20. júlí, en Rússar voru miklu
liSfærri, og lauk svo þeirri viSureign, aS þeir Krúdener urSu
aS hörfa frá Plevna (21. júlí) viS mikiS manntjón (2000 manna)
allt austur yfir á þá, er Osma heitir. þangaS ráku Tyrkir
flóttann. Rússar ljetu ekki á löngu líSa, áSur þeir reyndu til
aS rjetta sinn hlut og sækja aS á nýja leik. 28. og 29. sendu
þeir njósnarsveitir í grend viS Plevna, og nú var þeim hers-
höfSingja, er Sjakóvský heitir, boSiS aS veitast til meS Krúdener.
J>eir áttu fund meS sjer og gerSu svo ráS sín (29. júlí), aS til
skyldi ráSiS daginn á eptir, og skyldi Sjakóvský sækja vígstöS
Tyrkja aS sunnan, en hinn aS norSan. þeir höfSu samtals
30—40 þúsundir manna, og mundu þó vart hafa ráSizt á Tyrki,
svo gott vígi sem þeir höfSu, meS eigi meiri HSsafla, ef þeir
hefSu vitaS, hve mikinn liSskost Osman hafSi til móts. Skyn-