Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 38
38
ENGLAND.
nefudum flokkum f öðrum löndurn, en það er satt, að þeir hafa
gengizt fyrir fleiru enn hinir, sem telja verður til merkilegustu
og frjálslegustu nýmæla f landslagasögu Englendinga. þeirra
flokk hafa og ávallt fyllt „Manchesterfræðingarnir", er svo
kallast, þeir menn er mest hafa barizt fyrir kaupfrelsi og gróða-
frelsi, en kalla það allt horfa frá heillum landsins, sem tálmar
gróðagengi þess og auðsæld. þessir menn hafa því andstyggð
á striðum, og kalla það allra þjóðráða fremst, að sitja sem
lengst hjá öllum deilurn og mega heilum vagni heim aka. Taki
deilurnar til hagsmuna Englands eða sæmda, þá minna þeir á
hin fyrri strið — t. d. Napóleonsstyrjöldina og Krímeyjarstríðið,
— á mannanrissi þjóðarinnar og öll þau kynja framlög, sem
hún hafi orðið af höndum að inna, en segja, að hjer hafl ekki
annað í móti komið enn þung skuldabyrði og langvinnai álögur.
það er með öllu rjett, er þeir vega og meta ókosti mót ókost-
um, en þá er og allt undir komið, að áreiðanlega sje vegið.
því er þó ekki auðsvarað, hvar högum og kostum Englands
mundi komið, ef þeir hefðu ekki reist rönd við Napóleoni
keisara fyrsta, eða ef þeir hefðu ekki þorað að taka fram
fyrir hendurnar á Nikulási Rússakeisara, þegar hann ætlaði að
veita Tyrkjanum banatilræði. Hitt verður þó enn vandara, er
mönnum þykir, sem þeir vilji meta hagsmuni móti heiðri og
sæmdum, þvi það er bágt að vita , hve lengi þa® ríki heldur
sinum hlut óskerðum, er lætur heldur á virðingu sína gengið
enn vanzann með hörðu af höndtim rekinn. Hvað austræna
málinu við víkur, þá hefir það jafnan verið viðkvæði Vigga, að
bjer lægju engar sæmdir við borð, þó Englendingar ljetu allt
hlutlaust hjá sjer líða, en fara um Tyrkjann sem verða vildi.
þeir hafa — t. d. Gladstone, Russel jarl, J. Bright og fl. —
kallað Rússa vinna þarft verk, ef þeir gerðu enda á óstjórn
Tyrkja í Evrópu. Til að gera alþýðuna Tyrkjanum sem frá-
hverfasta, gengust þeir mest fyrir í fyrra að safna saman
ósögunum um hryðjuverkin á Bolgaralandi, og voru ekki ýkjur
til sparaðar, sem siðar reyndist. það mun óhætt að fullyrða,
að þeir hafi látið hæst til sín heyra í fyrra á Englandi, sem
gerðu róm að sögnuin og ræðum Gladstones um þetta mál.