Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 87
ÍTALÍA.
87
liitt gerSi hann Túrínarmönnum til hugnunar, að hann Ijet sverö
fööur síns og fleiri menjagripi fara til þess safns í Túrín, þar sem
varðveittar eru konungaminjar Sardiníu- eöa rjettara sagt
Savoju-bonunga. — Útförin sjálf var gerÖ meÖ miklum veg og
viðhöfn (17. janúar), og viö hana voru margir tignir raenn, og
aörir er sendir voru fyrir hönd bæ&i meiri ríkja og minni.
J>ar var keisaraefni þjóöverja, og einn erkihertoginn frá Aust-
urríki (Rainer að nafni), Napóleon prins, tengdasonur Viktors
konungs og ymsir fleiri. Til útfararinnar fór fytir hönd Frakka
Canrobert marskálkur, og frá Bretadrottningu jarlinn af Roden,
meö miklu og „fríöu“ föruneyti. Nefndirnar, sem komu frá
borgum, háskólum, visindafjelögum, öðrum fjelögum og ymsum
stjettum á ítaliu til líkfylgdarinnar voru 2700 að tölu. þar
voru og komnir 150 hershöfðingjar og 1350 annara foringja,
og auk þeirra voru 10,000 hermanna í líkförinni, eða gættu
þar til er fylgdin fór. þann dag mátti á allra svip sjá, hve
harmdauði Viktor Emanúel var þjóð sinni. — Svo mikill
hamingjumaður sem Viktor Emanúel var í konungdæminu, átti
hann þó ymsu mótlæti að roæta heima hjá sjer. Hann missti
drottningu sina, Adelaide (frá Austurríki) 1855, og um sama
leyti móður sína, bróður sinn og yngsta barnið. þungt fjell
honum um óhappaför sonar sins, hertogans af Aosta, til Spánar,
og þyngst um hitt, að sú för varð konu hans að heilsumeini,
sem leiddi hana til bana. Klóthildi dóttur sína gaf hann
Napóleóni keisarafrænda, en það varð henni óhapparáð, því þó
hún sje góðkvendi, þá hefir henni eigi við hann lynt, enda er hann
sagður heldur kaldgeðjaður og meðallagi trúr i bjúskapnura.
Betur er gipt systir hennar, sem átti Portúgalskonung. Umberto
konungur er fæddur 14. marz 1844. Hann hefir hermannslund
föður síns og hefir reynzt hraustur og hugaður í bardögum
(sbr. Skírni 1867 bls. 65); en að sögn manna miður við al-
þýðu skap. Hann hefir við drottningu eignazt (1869) einn son
barna, og heitir hann í höfuðið á afa sínum. Umbertó konung-
ur tók það fram í þingsetningartölu sinni (19. jan.), hvert
dæmi hann og sonur sinn hefðu fyrir sjer, þar sem var enn
burtkvaddi konungur, og hve optlega faðir sinn hefði brýnt það