Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 125
RÚSSLAND.
125
Bessarabíu, J>ví sú krafa er heldur ágirndarleg, J>ar sem banda-
menn Rússa eiga í hlut. Hinsvegar munu margir líta svo
á, a& Rússar sje nógu víSlendir orðnir á undan, og að enu
mikla ríki þeirra og þjóBinni rússnesku sje annars meir vant,
enn þess aS afla meira landmegins og aukinnar mannraergSar.
Svo lengi sem ófrelsi, vankunnátta og margskonar óþrifnaBur er
einkannamerki á þjdBlífi Rússa, en áþján, ofbeldi og hervaids-
bragur á stjórn þeirra og öllu ríkisfari, þá er ekki von, aB
þjóBir og ríki vorrar álfu óski, aB þeir verBi voldugri enn þeir
eru. Um þá, og hverja aBra, má hiB samá segja, sem sagt
hefir veriB um Tyrki, a& þeir eiga þaB ekki skiliS a& drottna
yfir öBrum þjóBum, ef drottnanin verBur þeim aB ófarsæld og
framfaraleysi.
J>a8 er sagt, aB erindrekar Tyrkja hafi haft me& sjer til
fundarins í Berlín langa skýrslu um samningana í Adríanópel
og San Stefanó, þar sem sagt er frá, hvernig Rússar — eBa
þeir Ignatjeff og Nikulás stórfursti — neyddu samningamenn
Soldáns eBa ógnuBu þeim til að taka á móti settum kostum.
A8 því mun vart mikill gaumur gefinn, því líka aBferB munu
flestir hafa, þegar svo ber undir, og þó viB aBra væri aB
skipta enn Tyrki, sem svo opt hafa þótt heldur kænir í snún-
ingum og undanbrögBum. En þaB er auBsjeB, aB þeir áttu
hjer viB þá, sem til fulls kunna á þeim tökin. I hvert skipti
sem sendimenn þeirra þóttust þurfa umhugsunartíma, brást
stórfurstinn æfur viB, og sagBist þegar mundu fara meB her
sinn inn í MiklagarB, ef þeir gerBu vífilengjur. Upp á síBkastiB
rak hann harSast á eptir, og sagBi aB allt yrBi aB vera um
garB gengiB 3. marz, því þann dag hafBi bróBir hans tekiB viB
ríkisstjórn (1855). Sendimenn Tyrkja þorBu ekki annaB enn
gera vilja hans í þessu, en drógu samt undirskriftina til þess
undir miBaptan þann dag. Undir eins var sá fagna&arboBskapur
hernum birtur, og var þá blásiB til messusöngs undir berum
himni. Til messunnar var hæB kosin, er sjá mátti frá Sofíu-
kirkjuna í Miklagar&i. Mönnum kom i hug, aB þessu viki því
svo viB, aB Rússar vildu minna her sinn á, hvar þakkarmessuna
hefBi átt aB lialda, ef aB rjettu hefBi fariB.