Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 149
DANMÖRK.
149
október andaSist læKmrinn Ole Lundt Bang á 90ta aldursári
(f. 27. júli 1788). Hann fjekk snemrna mikiS orS á sig fyrir
dugnaS og kunnáttu i sinni mennt, og iSkendur læknisfræSinnar
höfSu hann snemma í mestu metum. Frá 1825—41 var hann
yfirlæknir viS FriSriks spítala i Kaupmannahöfn, og þaS játa og
viSurkenna skynberandi menn, aS lækningum og aSferS viS
sjúklinga hafi mjög skilaS áfram fyrir hans tilsögn og ýmislega
ráSstöfun. Hann var vatnslækningum mjög meSmæltur, og
gekkst fyrir aS hæta baSakost Hafnarbúa og koma upp heilsu-
vatns (þ. e. ölkeldnavatns) gerSinni í RosenborgargarSi.
0. Bang var af mjög göfugum ættum kominn og aS langfeSgatölu
frá Skjálmi hvíta (á dögum Sveins Ulfssonar), eSa syni hans
Tóka.
Sviþjóð og Noregur.
Um þingamál þessara ríkja verSum vjer aS vera því stutt-
orSari, sem fæst þeirra geta orSiS lesendum Skírnis kunnug utan
af lengri skýringu, enn rúm hans leyfir. Rit vort hefir stundum
minnzt á langvinnt mál og torsótt á þingi Svía — vjer eigutn
viS herskipunarmáliS —, sem hvorki hefir viIjaS reka nje ganga.
í veturtók „Landmannaflokkurinn11 þaS aS sjer, og var reynt aS
fara nokkuS bil beggja milli ennar gömlu herskipunar og þess,
sem flest lönd hafa upp tekiS eptir Prússum um almenna þjón-
ustuskyldu í her. En eptir langar umræSur og allmikiB fiokka-
stríÖ í báSum þingdeildum lauk á sömu leiB og fyr, aB allt fór
apturreka (í efri deildinni). Hamilton greifi sagSi þar hreint og
beint, aS lögleiSing þjónustuskyldunnar yrði lagaspillir, en ekki
lagabætir. þeir sem mæla svo á móti nýrri herskipun, finna
þaB helzt aB nýmælunum, aB þau komi þyngri álögum á borga-
og bæjamenn, enn rjettu hófi og jafnabi gegni, og því komst
annar maBur svo aB orBi, aS bændurnir (jarSeigendurnir) færu
hjer herskildi aS öBrum stjettum. — Tekjur og útgjöld fyrir