Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 20
20
ÓFRIÐURINN.
fárra stunda horföu öll fallbyssna ginin í raót Plevna. Ura
kveldiS daginn á eptir leituSu Tyrkir a3 ná aptur vígjum sínum,
en fóru hjer erindisleysu, þó barizt væri raeS mestu grimmd alla
nóttina. Ekki tókst betur til um nóttina 14.—15. nóvember, en
þá þeystu tvær fylkingar („Brigades“) suSur aö hóluuum. Hjer
stóS enn grimmasta atvígi til þess er dagaSi, og þá nótt voru
fimm hestar skotnir undir Skóbeleff, en sjálfur særSist hann af
sprengikúlubroti. Osman jarl mun nú hafa sjeS, hvaS aS mundi
fara, er útrásarsveitirnar urSu braktar aptur inn í þá kví, sem
Plevna nú var orSin fyrir her hans. Vestan frá Viddin höfSu
nokkrar sveitir haidiS austur til móts viS hann, en komust eigi
lengra enn til Rahóva, eins af köstulum Tyrkja viS Duná.
Hjer komu á móti þeim tvær deildir af Tlúmenaher (22. nóv.), og
aSrar tvær stóSu nær því miSs vegar milli Rahóva og Plevna.
ViS þaS voru og leiÖir bannaSar hiS nyrSra, og á allar hliSar
reyrSist nú herfjöturinn fastara og fastara aS herstöö Osmans
jarls. Nú var sú eina vonin eptir um fulltingiS, aS RasgraS-
herinn (Súleiman) næSi aS brjótast vestur fram hjá eÖa i gegnum
her keisarasonar. J>etta haföi Súleiman lengi haft í.hyggju, og
gildraS svo til, aS hann kæmi þeim á óvart, sem við Tirnóva
stóSu, þegar hann byrjaSi sóknina þeim deildum á hendur, er
stóSu í vinstri fylkingararmi Rússa í útsuSur frá Rústsjúk. Hann
gerSi hjer hör&ustu atrennur 19., 25. og 26. nóvember. Tyrkir
unnu hjer nokkur þorpavígi og sóttu fast norSur aS brúnni
(Rússa) yfir Duná viS Pyrgos, bæ lítinn er svo heitir. Leikur-
inn var sá, aS neyöa Alexander keisarason til aS draga liSiS aS
sjer aS sunnan á noröurstöSvarnar. þetta bragS tókst aS nokkru
leyti, og fyrr enn Rússar áttu von á, rjeSst sá hershöfSingi til
ferSar á undan vestur frá Osmanbazar, er Fúad jarl heitir, meS
tvær deildir, en þar voru alls 40 þúsundir saman komnar, er
sömn leiSina skyldu leggja þegar á eptir. Hinn næsta dag
rjeSust þær framsveitir Tyrkja á virki Rússa í bæ þeim, er
Elena heitir (4 mílur í útsuSur frá Tirnóva), og ráku Rússa úr
þeirri stöð viS mikiS manntjón og tóku af þeim 11 fallbyssur.
Svo vænlega horfSi í fyrstu meS vestursóknina, en er Fúad
pasja sótti upp til móts viö Tirnóva daginn á eptir til aS sam-