Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 89
ÍTALÍA.
89
Austurríki og kúgunarvald þess á Ítalíu gerði hann og stjórn
hans æ óvinsælli hjá þjóSinni. þetta var8 honum þá a8 ófarn-
a8i, sem fleirum, er selt höf8u Austurríki taumhaldiS, þegar
ofríki þess var8 brotiS á Ítalíu. tim raunir Píusar páfa og
baráttu hans fyrir rjetti páfastólsins getum vjer visaB til árganga
þessa rits fyrir árin 1861—71, en minnumst a8 eins á, a8
hann hefir átt í gegn fleiri fjandmönnum a8 verjast enn Ítalíu-
konungi, e8a „ræningjanum frá Sardiníu“. Hjer nægir a8 benda
á, hva8 fram hefir fari3 á þýzkalandi á seinni árum til a3
hnekkja kaþólsku kirkjuvaldi („Maílögum"), a8 traustavinurinn
gamli, Austurríki, hefir lýst sig úr sáttmálabandinu vi8 páfastól-
inn (,,Konkordatinu“), sem gert var 1855, og a8 óskeikunar-
kenningin (1870) hefir komib sundrungu á hjörS páfans („gam-
alkaþólskir“). þa8 er almannarómur, a8 Píus níundi hafi veri8
mesta ljúfmenni og valmenni, og a8 hann hafi hagaB í öllu
rá8um sínum eptir beztu sannfæringu, en hef8i hann veri3 rá8-
hyggnari enn hann var, þá er líklegt, a8 sumt hef8i fariS á
vildara veg fyrir valdi páfastólsins, og þá hef8i hann vart or8i8
svo ánetja3ur af Jesúítum, sem reyndist seinni hluta hans
stjórnarára.
Andlátsdagur páfans er öllum trúu8um Rómabúum, sem
fleirum, eins og nærri má geta, mikill harmadagur, því svo má
kalla, a8 þeir ver8i muna8arlausir þar til nýr páfi er kosinn,
enda mun þeim hafa fundizt, a3 þann bæri a8 trega, er nú
var látinn. Mestur sorgarsvipurinn verBur þó á öllu vi8 hir8
páfans e8a í Vatíkaninu, og yfir þa8 brei8ist blæja húms og
þagnar, en si3abrig8in mörg e8a „serimóníurnar“ me8 kynlegu
og hálf-annarlegu móti. þess má til dæmis geta, a8 undir
eins og páfinn hefir gefiB upp andann, gengur sá kardínáli, sem
heitir „kamerlengo“ (eins konar yfirkardínáli vi8 hirSina og
sjálfsag3ur forstöSumaBur kirkjunnar me3an á páfakjörinu
stendur) inn í herbergið, þar sem líki8 liggur me8 blæju yfir
andlitinu, gerir þar fyrst bæn sína og bý8ur svo hir8meistar-
anum a3 lypta blæjunni frá andlitinu. þá tekur hann silfur-
hamar sjer f hönd og lýstur me3 honum þrjú högg á enni ens
framli8na og nefnir hann á nafn. Sí8an snýr hann sjer a8