Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 176
176
VIÐAUKAGREIN.
herskip koma, enda á Austurríki þar tilsjárrjett um siglingar
og farmannalög. í öllum enum nýju ríkjum skal trúfrelsi í lög
leiöt og jafnrjettí fyrir alla er í þeim eiga landsvist, hverrar
trúar sem eru. Rúmenía skiiar aptur Rússlandi Bessarabíu,
sem það missti 1856, en fær Dobrúdsja í staðinn. Siglingaruar
á Duná verSa öllum jafnheimilar, og til þeirra gætir nefnd,
sem stórveldin setja. í Asíu láta Tyrkir af höndum viS Rússa
Kars, Ardahan og Batum, en hergirSingar þeirrar stranda-
borgar skal brjóta, og er svo til ætlazt, aS hingaS skuli far-
menn allra þjóSa mega sigla utan landauragjalds. Tyrkir skuld-
binda sig til aS bæta landstjórn sína í Armeníu og vernda griS
og rjettindi landsbúa í gegn árásum og óskunda af hálfu Kúrda
og Sjerkessa.
Rjett undir fundarlokin kom þab upp sem úr kafi, aS
Englendingar höfSu gert einkasáttmála viS Tyrki svo látandi,
aS þeim skyldi heimilt aS taka Kýprusey á sitt vald og halda
þar herstöS og stýra eylandinu svo í umboSi soldáns, aS hann
fengi þaS sem afgangs yrSi af tekjunum. A móti þessu kemur af
Englendinga bálfu, aS þeir ábyrgjast ríki soldáns í Litlu Asíu
fyrir öllum árásum, hverir sem á hann leita. Öllura brá heldur
í brún, er Beaconsfield lýsti þessu á lögbergi stórveldanna, en
Rússum þó miSur enn viS var búizt, og ætla menn, aS þeim
hafi ekki veriS ókunnugt um þá nýlundu, þó hún muni hafa
gerzt i þagnar þey í MiklagarSi og ú fæstra vitorSi. Rússar
sjá vel, hvert sök horfir, og a& þetta miSar til einskis annars
enn aS stemma stigu fyrir þeim framvegis, en munu eigi hafa
treyst sjer neitt viS aS gera eSa hefja mótmæli aS sinni, hvaS
sem þeim annars kann í brjósti aS búa. Flestum þykir, aS
Englendingar hafi leikiS hjer gott bragS og aS þeir hafi haft
mesta sæmd af málunum, enda var þeim Beaconsfield tekiS meS
mesta lofi og fögnubi, er þeir komu heim aptur.
J>au sorgartíSindi urSu á Spáni í lok júnímánaSar (26.) aS
en unga drottning dó eptir skamma legu (af bólgu í maganum)
tveim dögum eptir afmælisdag 18da ársins.
... ■ .. <x>0§§00-o---