Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 39
EÍÍGLAND.
39
Að vísu sló heldur í þögn, þegar Uússar sögðu Tyrkjum stríð
á hendur, en öllum þótti þó vel ráðið, er stjórnin lýsti yfir því,
að England mundi hvergi til hlutast, meðan högum þess yrði í
engu misboðið. þetta var og hinu samkvæmt, er (annar) er-
indreki stjórnarinnar á fundinum í Miklagarði (Salisbury lávarður)
hafði látið Tyrki vita, að þeir mættu engrar liðveizlu vænta af
Englendingum, ef þeir höfnuðu þeim kostum, sem þar voru
settir. þó Tórýstjórnin ljeti erindreka sína verða hinum sam-
kvæða á fundinum í Miklagarði, þá hefir hún frá öndverðu iitið
tortryggilega á ráð og tiltektir Rússa, og hefir ckki, einsog
Yiggaflokkurinn, viljað láta sannfærast um ósjerplægni þeirra,
eða trúa því, að annað byggi ekki undir atfórunum, enn að
berjast fyrir betra rjettarfari og hagsbótum kristinna manna í
löndum Tyrkja. Að sá eini yrði tilgangurinn, ef til atfara kæmi
og ófriðar, lagði Alexander keisari sárt við i samtali sinu við
Loftus lávarð (sendiberra Breta) í Moskau (í nóvember 1876)
og þó þeir Beaconsfield lávarður og hans ráðanautar vildu ekki
væna keisarann um óheillyndi eða undirhyggju, þá tóku þeir
skýrt fram, er stríðið var sagt Tyrkjum á hendur, að England
mundi halda sjer utan við styrjöldina, meðan ekki færi í bága
við hagsmuni þess. Svo kváðu þá fleiri, en Rússum þótti eigi
minnst undir að vita, hvar Englendingum mundi þykja nær
sjer gengið, en svörin lutu a8 þvi sjerílagi, a?> Rússar mætti
ekki taka Miklagarö hertaki (þ. e. taka sjer varfcsetu stöð vi<5
Bospórus) eða veitast svo til Sueseiðsins (sundsins), að farfrelsi
Englendinga yrði þar nokkur bætta búin. Aður striðið byrjaði
höfðu Englendingar sent nýjan sendiboða (eptir Elliot, sem nú
er erindreki þeirra i Vínarborg) til Miklagarðs, Layard að
nafni ‘. það er sagt um hann, að hann hafi frá byrjun verið
Tyrkjum hinn meðmæltasti og eggjað þá til mótstöðunnar, og
þeir sökum hans ummæla hafi treyst því í lengstu lög, afc
Englendingar mundu ráðast til fulltingis við sig móti Rússum.
') Layard er allfrægnr fræðimaður og hefir ferðazt í Asíu. Eptir
hann er rit um fornleifar Niniveborgar, og sjerilagi um steinletur,
er þar finnst, og þess skýringar.