Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 85
ÍTALÍA.
85
litib yfir fariS 30 ára skeiS meÖ glööu bragÖi; á því hefir
mart og mikiÖ komiö fram, stórvægilegir atburöir, sem hafa
komiÖ fósturlandi voru í einingarband“. Til fulltrúanna þetta:
„Fósturjörö vor er komin i einingarlag, og Róm er orÖin höfuÖ-
borg Italíu, svo er hetjuhug þeirra manna aÖ þakka, sem hafa
í 30 ár lagt í sölurnar líf sitt og eignir, og óbifanlegri trú og
trausti allra, sem trúöu á heiöur og þrifnað lands síns. þaÖ
sem svo er oröiö, veitir oss tryggingu fyrir ókomnum tima“.
Konungurinn var sjálfur einn í þeirra tölu, sem hann talar um,
því um þaÖ lúka allir upp einum munni, aö hann hafi optsinnis
haft sig svo frammi í orrustunum, sem hann hirti hvorki um
líf nje dauöa. í bardaganum (1848) viÖ bæ, er Góitó heitir,
fjekk hann skot í læriÖ, og í Nóvaraórrustunni var hann þar
jafnan, sem hættan var sýnust, og sótti svo ákaft fram, aö
mörgum þótti meira enn dirfsku gegna. Solferínódaginn baröist
hann viÖ Benedeck hjá San Martínó, og vann þar fullan bug á
fylkingum hans, um leiÖ og Frakkar höföu sigur á hinum staÖn-
um. Áöur haföi hann haft forustu fyrir her sínum í tveimur
höfuöbardögum, (viö Palæstro og Magenta) og í fyrri orrustunni
fannst Frökkum svo mikiö til um röskleik hans og hreysti, aö
Zúafar' í þeirra liöi gáfu honum „Corpórals“ (einskonar undir-
foringja) nafn i einni (3.) sveit sinni. 1861 bafÖi hann aÖal-
forustuna fyrir her sínum, er hann sótti suöur á Púl og lagöi
til orrustn viö her Frans konungs hjá Voltúrno. Konungur
hætti sjer hjer fram eins og hann var vanur, og í Custozza-
bardaganum færÖist sóknin aÖ forustustöÖinni undir kveldiÖ, og
stóÖ konungur þar lengur en vel var vært. Á þetta er drepiö
til aÖ sýna, hve opt Viktor Emanúel hefir lagt líf sitt i hættu
til aÖ afreka þaÖ ættlandi sinu, sem honum vannst aÖ lyktum.
Hugrekkiö og hreystin f orrustunum, látleysiÖ og lítillætið í
') Að uppruna til merkir orðið þá, sem byggja hjeraðið Zouavía i
Alzír. þeir voru hraustir og herskáir og lengstum málaliðsmenn
Iandshöfðingjans. Frakkar skipuðu þeim . í sveitir ásamt sínum
mönnum, og þessi blendingur var svo kallaður Zouafalið. Seinna
og (tíðast) nú er hver hermaður Frakka í Afríku kallaður Zouave.