Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 92
92
ÍTALÍA.
tvískiptur, er mikill hluti hans var8 stjórninni mótfallinn í
ymsum málum, sjerílagi í skattaroálum, og cins í því, or
ráíaneytiS vildi selja þær járnbrautir, sem komnar voru í eigu
og vörzlur ríkisins, einu kaupmannafjelagi í hendur móti af-
gjaldi e8a leigu. í öldungadeildinni hefir meiri hlutinn sta8i8
í gegn frumvörpum stjórnarinnar, þeim er meira skiptu, en
vandræSin óxu, þegar li8 hennar tók a8 fækka í fulltrúadeild-
inni og sá maSur, sem Cairoli heitir, og var forustumaSur
þjóSveldisvina á þinginu, en valinkunnur og mikils metinn af
öllum, fyllti mótstöSuflokkinn. Einmitt þenna mann kaus líka
fulltrúadeildin til forseta í vor (8. marz) og skömmu síSar tóku
ráSherrarnir þann kost aS segja af sjer. Til þessa bar þó
meira enn baráttuna eina á þinginu, en þaS var sú óhróSurs-
saga um Crispi, ráSherra innanríkismálanna, aS hann hefði
fyrir skömmu gert sig sekan í tvíkvæni. Ráðherrann neytti svo
yfirvarps laganna í þessu máli, aS hin fyrri vígslan væri eigi
löggild á Ítalíu, er hún væri eigi staðfest af leiku yfirvaldi, er
hann hefði veriS gefinn saman viS fyrri konuna á Malta (innan
enskra laga). Hitt var þó alkunnugt, aS hann hafSi aldri látiS
á öSru bera, enn aS hjúskapurinn væri fullgildur í alla staSi,
og aS hann bæSi viS hirSina og annarstaSar hafSi kallaS hana
sína eiginkonu. Hjer viS bættist, aS þau höfSu búiS saman í
14 ár, aS konan — hún hjet meyjarnafni Rosalia Montmasson
— var mesti skörungur1 og í mestu metum hjá æSri og lægri,
og aS hann hafSi hennar aS notiS, bæði þá til fjestyrks, er
hann var umkomulaus landflóttamaður (frá Sikiley), og eigi síBur
seinna til virðinga og metorBa. þaS mæltist því illa fyrir, sem
von var, er Crispi fjekk lögmannsúrskurS fyrir, aS bjónabandiS
væri ólögmætt, og tók sjer til eiginkonu unga stúlku, þá sem
hann hafði eignazt barn meS áSur. Umberto konungi — og
einkum drottningu hans — þótti þetta allt svo hneyxlanlegt, aS
hann bað hann aS víkja úr stjórnarsætinu. J>aS gerði hann
') Hún var í herför Garibaldi til Sikileyjar og hafði sveitarforustu.
Pyrir framgöngu sína fjekk hún af Viktori konungi bæði verð-
launapening fyrir hreysti og eptirlaun sveitarforingja.