Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 170
170
ALME.NNARI TÍÐINDI.
115 alls, biuir höfÖu farizt á leiSinni af raeinsemdura og manua-
völdura. í agúst 1877 komst Stanley niSur aS Atlaudshafinu og
hafSi unniS þaS frægSarverk, sem uppi mun verSa meðan lönd
eru byggS. — Eigi vildi hann yfirgefa fylgdarmenn sína, heldur
fylgdi þeim til Zanzibar kríngum alla Afríku. í Evrópu var
Stanley tekiS meS mestu virktum, og öll landafræðisfjelög og
roargir höfSingjar kepptust um að sýna honum sem mestan sóma.
Nýjar uppgötvanir (eptir þorvald Thoroddsen). þó nú á
vorum tímum sjeu dagsdaglega gjörSar ótal uppgötvanir, sem
miSa til þess aS flýta fyrir vinnu, stytta vegalengdir eSa á
annan hátt bæta hagsæld manna, þá hefur þó engin uppgötvun
nýlega eins vakiS athygli allra og undrun eins og rafsegulfæri
þau, sem kallast hljóSberi (telephon), hljóðriti (phonograph) og
hljómauki (mikrophon). Nátturukraptar þeir, sem þessi verk-
færi eru byggð á, hafa lengi verið þekktir og notaðir á ymsan
hátt. — Árið 1837 tók prófessor Page í Salem í Bandaríkjunum
eptir því, að hljómur heyrðist þegar endi á segulnól nálgaðist
kefli með koparþræði, þar sem rafmagnaður straumur á víxl
verkar og hættir. Seinna sáu menn, að hið sama varð í vana-
legri járnstöng, og þýzkur eðlisfræðingur, Ph. Reiss, gjörði 1861
svokallaðan „phonotelegraph“ sem gat fært söng og tóna spöl-
korn en eigi mannamál. það er fyrst nú, að skozkur maður í
AmeríkuV Graham Bell að nafni, hefur fundið upp undrunarvert
verkfæri, scm getur fært hljóð og mál manna langa vegu. Verk-
færi þetta kallast hjóðberi (telephon), og er í sjálfu sjer mjög
óbrotið, þótt mikið hugvit hafi þurft til að finna það upp.
Vjelin er að ytra áliti eigi annað, en tveir hólkar með rafsegul-
þræði á milli. í hverjum hólki er segulstál, fremri endinn á
því er mjórri, og um hann er vafið mjög smágjörvum koparþræði.
Fyrir ofan þráðarkeflið og segulstálið — í fremra opinu á hólk-
inum — er inngreipt örþunn stálplata, sem þó hvorki snertir
keflið nje segulstálið, en fyrir framan hana er hólkurinn eins og
trekt. Sje nú talað eða sungið inn í hólkinn inn að stálplötunni,