Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 165
ASÍA.
165
þar sem er 120 konur — þó Qórar þeirrar sje hinum fremri
a8 hjúskaparrjetti —; og til flestra mun hann þurfa eitthvaS
heim að hafa. þess er getið, aS hann hafi keypt í sýningarhöll-
inni ýms djásn og dýrindisgripi handa hefSarkonum sinum.
iínland, Skírnir gat í fyrra hallæris á Sinlandi. Af
því hafa sí?an farið herfilegustu sögur. Menn segja, aS i sumum
noríurlöndum rikisins hafi ekki átt úr stcini aS hefja meö
óáran í 3—4 seinustu árin, en aS því hafi mest kveSiS áriS sem
leiS, og í vetur. þó ónákvæm skil muni vera á því, sem sagt
er um mannfellinn sjálfan —, sem menr. telja til 5 millíóna —,
þá hafa skilríkir menn frá Evrópu skýrt svo frá fári og neyS
fólksins, að sögur þeirra eru á borS viS þaS, sem ofboSslegast
hefir þótt í sögu mannkynsins, þegar hungursneyS og hungur-
felli hefir aS boriS. Gras og grasrætur, hey og hálm hafa menn
þrifiS í ósköpum sínum — en hrellingin verSur þó ógurlegust,
er hendurnar fálma aS líkura og lifandi ástmennum. — AS
öllum bjargar tilraunum stjórnarinnar hefir HtiS kveSiS, og sýnir
þaS, hve allt er doSalegt í stjórnarfari Sínverja, og hver höfgi
sækir á alla þeirra þjóSmenningu.
Japan. Í>a8 var sjerílagi jarlinn af Satsúma og eSal-
mannastjettin í því fylki, sem bezt studdi Míkadóinn til vald-
anna 1868. ' Eptir stjórnarbyltinguna kom mesti nýjaldarbragur
á rikishætti Japansmanna og siSu, og í mörgum greinum var
gömlum háttum hafnaS ófyrirsynju, svo aS þaS vakti illan kur
meSal alþýSu manna og margra þeirra er meira háttar voru.
Verst HkaSi þó þeim, sem nokkuS þóttust eiga í veSi, þegar
keisarinn tók a& takmarka forræSi og völd jarlanna, eSa þaS
sem kalla mætti skattlandsforræSi fylkjanna. Hjer varS eSal-
mannastjettin í Satsúma fyrst til mótstöSu, og áriB sem leiS og
í hitt eS fyrra sló i mikinn ófriS og hörðustu viSureignir meS
fylkisbúum og her keisarans. Keisarinn bar hjer efra skjöld aS
lokum, en menn segja, aS 100 þúsundir manna hafi látiS líf
sitt í þessum ófriSi. — þess hefir veriS stundum getiS í riti
voru, bve HtiS Japansbúar hika sjer viS aS taka upp Evrópu-