Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 66
66
FRAKKLAND.
komizt aS orSi: „Ef aS drottningin á Englandi segSi viS þegna
sina: „ „Viggarnir hafa nú sem stendur meira hlut fulltrúanna
raeS sjer á þinginu, en jeg er þó hrædd um, aS fólkiS sinni
fremur Tórýraönnum; og því ætla jeg aS ráSast í aS vikja
ViggaráSherrunum úr sætum og setja i þeirra staS menn af
Tórýflokkinum“ “ — þá dytti svo ofan yfir hvern enskan mann,
aS hann bjeldi hann væri kominn í annan heim“ , og á öSrum
staS: „HöfSingi eins ríkis getur leyft ráSaneyti sinu aS skýr-
skota sínum málstaS til þjóSarinnar, þegar því bregSst fylgiS á
þinginu, en fyrir hinu má enginn ráS gera, aS hann fari gagn-
stæSa leib , sálgi fyrst því ráSaneyti, sem hefir styrk og fylgi
af meira hlut þingsins, en vísi síSan málinu til þjóSarinnar í
því skyni aS gera hana sjer samseka“. Valbert segir, aS þaS
sje einmitt þessi aSferSin, sem ríkisforsetinn hafi haft, og í
raun rjettri hafi hann mælt til kjósendanna á Frakklandi:
„þingiS vill ekki þaS sem jeg vil, og jeg vil annaS enn þaS
vill. Nú verSiS þiS aS skera úr ágreiningunum, en jeg treysti
því, aS þiS kjósiS þá menn, sem mitt mál vilja sty8ja!“
Hann líkir síSan ráSi hans viS úrræSi Napóleons þriSja, sem
hafSi allsherjar atkvæSagreizlu (plebiscite) fyrir nokkurskonar
þjóSsleggju til aS koma smiSshöggi á þau málin, sem honum
þótti mest undir, aS lyktir yrSu á aS óskum hans og vilja. —
þeim Broglie og Fourtou voru líka kunnug tökin frá timum
keisaradæmisins, og voru þau nú ekki til spöruS. Á skömraum
tima var 74 amtmönnum (pre'fets; af 87) og 225 sýslumönnum
(souspréfets; af 275) vikiS úr embættum, en þeir í þau settir,
sem bæSi vildu og hjetu aS stySja stjórnina og forsetann viS
kosningarnar „gegn fjandmönnum þjóSfjelagsins“. í sjálfum
StjórnartíSindunum, (Bulletin des Communes), sem send eru
frá stjórn innanríkismálanna um allar sveitir á Frakklandi, mátti
lesa mart óþvegiS um forustumenn þjóSvaldsflokksins, sjerílagi
um Gambetta, og i einu blaSinu voru þeir kallaSir „bandamenn
hrakmennanna og brennuvarganna í París 1871“. í þvi var líka
breytt eptir keisarastjórninni, aS menn nefndu þá til í hverju
kjördæmi, sem stjórnin vildi aS kosnir yrSu. Einvaldsflokkarn-
ir skiptu milli sin kjördæmunum, og urSu flest aS koma á