Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 54
54
ENGLAND.
því hóti. Hitt má hcldur œtla, aK þcim hati fjölgaft, þar sem
skýrslur löggæzlumannanna sýna það berlega, aS drykkjuskapur
hctir ár af ári farifc vaxandi í öllum löndunum, þrátt fyrir það
aí alþýÖunni og flestu verkmannafólki hefir hjer, sem víðar,
orhift þyngra um atvinnu á seinni árum og vinnulaunin hafa
veriS sett niíur. Hins þarf ekki aS geta, aS ofdrykkjan cr
jafuan glötunarvcgur þess fólks — sjerílagi í stórborgunum og í
höfuSborginni — sem ratar í svo mikiS volæSi, aS mönnum
þykir keyra fram úr öllu, sem dæmi finnast til í öSrum löndum
álfu vorrar.1 — llinsvegar stendur allt meS sömu einkunnum á
*) þegar menn lesa lýsingu á einn fátækrahverfinu í Lundúnum, sem
liggur við Tempsá og Shadwell heitir, í ferðabók eptir ágætan
frakkneskan rithöfund, Taine að nafni, og sjer, hver eymd, andlegt
volæði og fullkomin afmyndun alls ens betra í mannseðlinu á hjer
heima, þá má manni koma í hug annar staður er neðar liggur, því
þeir eru flestir hinir fordæmdu þessa heiras, sem hjer búa. „Jeg
hefi“, segir Taine, „sjeð bústaði fátækra manna í Massilíu, Ant-
werpen og París, en hvað eru þeir á móti fátækrahverfunum í
Lundúnum? ... I Shadwellstræti úir og grúir af þjófum og alls-
konar afiiraki, sjerílagi af kvennþjóðinni. Út um kjallaraglugga
óma hljóðfæri, sem láta illa í eyrum, og þegar inn er litið, situr
fólk við ölföng, og stundum sjer maður svertingja út í horni, sem
leikur fíólín, cn ölvaðar konur dansa á gólfinu og í kring við
veggina eru óuppbúin rúm eða bæli. Jeg staðnæmdist í 10 mínútur
fyrir framan einn kjallarann, og á mcðan jcg stóð þar, komu í
þxjú skipti riðlar af drukknu fólki út í dyrnar, og gekk þar ekki
á öðru enn hrakyrðnm og handalögmáli. í einum hnappnum stóð
ölvaðnr kvennmaðnr, blóðug í andliti og háhrínandi, og vildi ná
hefndartaki á einum karlmanninum. Að háreystinni flykktust þá
fleiri og fleiri úr nágrenninu, sem gerðn skop og sköll að því sem
fram fór. þar voru börn í tötrum og aðrir leppalúðar og fjöldi
pútna. Um þenna strauni mátti með sanni segja, að það væri
forarlögur borgarlífsins í Lundúnum, sem flæddi hjer fram í ræsum
sínum“. 'l'aine fer enn mörgum orðum um tötrabúning þessa fólks,
steindan af skarninu, um óhreinindin í hreysunum og allan þess
óhijáleik, um ásýndir þess grágular og þrútnar og með öðrum
Ijótum mörkum. „það er í þessum hverfum", segir hann, „að menn
hafa fundið heiinilisbúa, sem hafa ekki haft annað að liggja á