Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 145
DANMÖRK.
145
fyrirtækjnm í almenningsþarfir skal nefna tvær nýjar kirkjur í
Kaupmannahöfn, reisulegan skóla (Natalie Zahles) fyrir konur,
„Mag8alenuhúsi8“ fyrir lausungarkonur, er vilja betrast, og
„LindarvangshúsiS" til athvarfsvistar fyrir konur, sem hegningu
hafa sætt. þcssi tvö hús liggja fyrir utan sjálfa liöfuöborgina.
— 1. júlí í fyrra var minnzt hátíÖlega orrustunnar á Kjögeflóa
fyrir 200 ára, og stóð yálf hátíÖin upp frá Kjöge, en vi&
legstaÖ Niels Juuls í „Holmens Kirke“ (í Kaupmannahöfn)
flutti kirkjupresturinn, dr. Fog, minningarræðu í viöurvist kon-
ungs, krónprinsins og annars stórmennis. I nánd við þá kirkju
á aÖ reisa sjóhetjunni minnisvarða.
Af almennum samkomum í Kaupmannahöfn skal geta skóla-
fundar, 9.—11. ágústmánaðar, og sóttu hann alþýöuskólakennarar
— auk Dana — frá Noregi og Svíþjóð, en ýmsir æöri skóla
og háskóla kennarar tóku þátt í umræðunum. Sá fundur var
enn 3., sem heflr veriö haldinn á Norðurlöndum. Á slíkum
fundum eru nóg umræðuefnin, því öllum kemur saman um þaÖ,
aö bæði æðri og lægri skólum sje f mörgu ábóta vant, en
mesti vandi að finna, hvað til sannra umbóta horfir. Menn
spyrja t. a. m., hvort námið megi auka í sumum greinum (t. d.
í sögu, nátturufræði og svo frv.), eða takmarka sumar eða korna
þeim í annað horf (t. d. trúarkennslunni), eða þá leiða nýjar
greinir í lög og venju, t. d. láta kennslunni í móðurmálinu
fylgja tilsögn í áheyrilegum upplestri og framburði, eða sögu-
kennslunni ágrip um landshagi og stjórnarfar, hraðritun almennri
skript, og fl. þessh. — Eptir samkomulagi með Svíum, Norð-
mönnura og Dönum hefir nefnd verið kosin — í henni lögfræð-
ingar og kaupmenn — til að semja frumvarp til samhljóða laga
um víxlbrjef eða eindagabrjef fyrir öll löndin, og átti hún fund
með sjer í fyrra í febrúarmánuði í Stokkhólmi, en kom til
Kaupmannahafnar í nóvember (12.) og lauk þar starfa sínum á
mánaðartíma. þó hinn „pólitiski skandínavisraus", er menn
hafa svo kallað, liggi í dái, sýnir þetta hvorttveggja, að hver
þjóðin leitar hinnar til samvinnu, þar sem öðrum málum er að
skipta.
Yonarmáli Dana í Sljesvík hefir ekki vikið í vildara horf
Skírnir 1878. 10