Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 168
168
ALMENNARI TÍÐINDI.
bjálp Darlington’s, svertingja nokkurs, er me8 honum var, tölu-
verSu af nýja testamentinu á Ugandatungu. þegar Stanley fór,
var8 Darlington þar eptir viS birðina. — Frá Uganda sigldi
Stanley til vesturhlutans á Ukerewe og átti í mörgum orrustum
einkum viS íbúana á eyju einni, er heitir Bambireh; þeir rjeðust
á bann ab óvörum og sýndu mikla fólsku og fjandskap; einu
sinni heppnaSist villimönnum aS ná öllum árunum og bát bans,
og hann komst nauSulega frá landi meS því aS róa meS þópt-
unum, ótal bátar eltu hann, en iiann skaut göt á suma þeirra
meS smáum sprengikúlum og komst undan. — í maímánuSi
1875 kom bann aptur til berbúða sinna og varS þá mikill fagn-
aSarfundur. Seinna fór Stanley aptur norSur eptir og bitti
Mtesa konung og hjelt svo yfir UnyorslandiS aS hinu stóra
vatni Albert N’Yanza, er liggur fyrir suSvestan Ukerewe, en gat
eigi siglt um þaS sökum fjandskapar þeirra, er þar bjuggu-
I fjalliendunum þar í kríng sá hann margt merkilegt, t. d.
menn ijósa á börund og þjóöir, er bjuggu í bellrum og holum
neSanjarSar. SiSan kom hann í landiS Karagweh fyrir suS-
vestan Ukerewe og dvaldi um hríS hjá konungi þar, er heitir
Rumanika, svo ferSaSist bann aptur suöur á bóginn til Tangany-
ikavatnsins, er Burton fyrstur fann og Livingstone kannaSi.
Stanley sigldi um þaS allt og kannaði strendurnar, en eigi var
vandræSum hans enn lokiS, því nú fengu menn hans bóluna og dóu
unnvörpum, en þeir sem eigi sýktust misstu allan hug og dug,
svo bann varS aS neyta allrar orku til þess aS halda mönnum
sínum saman og hvetja þá til bugrekkis og meiri framkvæmda.
þó fjekk hann haldiS áfram ferSinni og komst í októbermánuSi
1876 til Nyangwe mitt inni í Afríku viS LualabafljótiS. HiS
mikla Lualabafljót fann Livingstone fyrstur og vötn þau, er þaS
rennur úr, en bonum entist eigi aldur til aS kanna fremri rás
þess og bjelt þaS væri efsti hluti Nílar. Gameron kom líka til
Nyangwe, en varS þar aS beygja úr leiS snSur á viS, vegna
fjandskapar íbúanna og gat því eigi rannsakaS ána. þaS var
aSalmiS Stanleys aS leysa gátu þá, bvert áin rynni norSur á
vib til Nílar eSa vestur á bóginn til Kongó. — Hjer var úr
vöndu aS ráSa. Allir i Nyangwe lýstu svo illa torfærum þeira,