Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 68
68
FRAKKLAND.
aS hafa gætnr á stjórninni, og meta hvað eina, er hún hærist
fyrir, en síSan komu frá forustuskörungum þeirra (t. d. Thiers
og Grévy og fl.) ávarpsbrjef stíluft til kjósendanna, en í raun
rjettri til allrar þjóSarinnar. Ávarpsbrjef Thiers var löng
greinargerS fyrir sögu stjórnarinnar & Frakklandi frá því þjóS-
veldiS hófst, fyrir afrekum þjóSvaldsins i þarfir lands og þjóðar,
fyrir afstöSu einvaldsflokkanna sín á meSal, og hve ómögulegt
þaS væri aS endurreisa nokkurt einvaldsríki á Frakklandi.
þetta skildu og vissu þjóSir álfu vorrar, þær hefSu þingbundiS
stjórnarvaldiS, og væru allar á leiSinni til þjóBvaldsstjórnar.
Frakkland gengi hjer á undan, eins og þaB ætti vanda til.
Andi 19. aldarinnar hefSi selt því merki sitt í hendur, en
hann bySi: sjálfsforræSi þjóBanna, jafnrjetti þegnanna, frelsi í
öllum rannsóknura og kjörbætur almúgans. Thiers átti þá ekki
langt eptir ólifaS, og þaB átti því vel viS, er menn sögSu, aS
hann hefSi gert hjer skipun sína úm stjórnleg efni, og kölluBu
brjefiS „Thiers pólitiska testament". í henni voru helztu menn
af þingliBi þjóSvaldsmanna og fjórir enir helztu málsóknamenn
í París. þó brjef Thiers yrSi ekki birt í blöSunum fyrr enn
eptir lát hans og jarSarför, hafSi þaS mikil áhrif á hug alþýS-
unnar og til þess var vitnaS í ávarpsbrjefum annara manna,
t. d. Jules Grévys1, og þaS fór nú, sem opt verSur í bardögum,
aS mönnum eykst móBur og þróttur, þegar foringinn er fallinn.
þá kom og ávarp frá ríkisforsetanum, og átti þaS litlu lofi aS
fagna, en biöB þjóSvaldsmanna luku upp um þaS og aSferS
stjórnarinnar einum dómi, og líktu henni viS úrræSi Karls lOda
1830, og sögSu aS eins mundi fara fvrir Mac Mahon, ef hann
brygSi ekki á betra ráð. Gambetta hjelt á einum málfundi (í
Lille) afar djarfa ræBu, og sagBi forsetanum tvo kosti fyrir
höndum, aS láta undan eSa víkja frá völdunum ella. þaB þótti
eigi heldur sigurvænlegt fyrir stjórnina, er menn á flestum
hjeraBaþingum kusu þjóBvaldsmenn (þingfulltrúa) í forsætin, en
þeir töluSu þaS þar einarSlega um atferli stjórnarinnar, sem
‘) Hann gerðu þjóðvaldsmenn að foringja sínum eptir Thiers. Hann
er forseti fulltrúadeildarinnar.