Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 148
148
DANMÖRK.
um Antakrist hefir höfundur þessa rits lesiB þá kenning eptir fræSi-
menn kirkjunnar, a8 hann muni af Gyöingum fæöast. Um þetta
veröur ekki annaö sagt, enn aÖ mörgn hefir veriö trúaÖ, sem
var ótrúlegra, en hitt er auövitað, aÖ sú kenning hlýtur aö
skjóta mörgum skelk f brjóst og vekja hjá þeira ýmugust á
framúrskarandi mönnum af Gyðinga kyni, ef þeir leiðast í and-
vígi gegn fræðöndum kristninnar, eÖa veröa þeim að hneyxli.
Höfuðrit Brandesar er „Hovedslremninger i den cvropœiske
Literatur i det I9de Aarhundredc'í (Höfuðstraumar bókmennta-
lífsins í Evrópu á 19. öld), og f því þótti hann — sem víðar
— gera svo lítið úr allri trú og trúfræöi, að menn kölluðu þaö
auðsjeð, að hjer væri einn af fjöndum kristindómsins bersýnilega
kominn. þaö leiö því ekki á löngu, áöur Brandes varð vargur
í vjeum, og þegar það heyrðist, að hann ætlaði aö sækja um
prófessorsembættiö (í listafræði) eptir Hauch sáluga (skáldið —
sem annars mælti fram með Br. og kallaði hann öllum öðrum
bæfara til embættisins), gerðu margir krossmark á móti svo
illum anda, og þó vjer vitum ekki gjörla, hvað bezt hefir hrifið
til aö bægja honum frá háskólanum, þá er hitt haft fyrir satt,
aö sumir enna vígöu skörunga hafi beinzt til að særa hann á
burt. það varð og úr, að maðurinn kaus að fara burt úr Dan-
mörk og leita sjer atvinnn á þýzkaiandi (í Berlín). Nokkrir
enna yngri kennara við háskólann í Kaupmannahöfn og fleiri
fræðimenn sendu honum viöurkenningar ávarp aí> skilnaði, og
kölluðu illa orðið, er hans yrði við að missa, en höfðu fyrir
það áraæli af sumum klerkunum og klerklyndum bluöamönnum,
sem gerðust gustillir og sungu svo undir sínu lagi Brandes úr
hlaði.
Af látnum mönnum er tveggja einna að geta. 17. júni (í
fyrra) andaðist Carl Emil Scharling, prófessor í guðfræöi (f. 28.
júlí 1803). Eptir hann eru margar ritgjörðir og ritlingur um
bækur Nýja Testamentisins, eða hvernig þær eru undir komnar,
og hvað um sögu þeirra verður rakiö, og um fleiri rit á fyrstu
öldum kristninnar. Hann var lengi í samvinnu við Engelstoft
prófessor (og síöar biskup á Fjóni), og hjeldu þeir út tímaritinu
nTheolopisk Tidsskrifl", og „Nyt theol. Tidsskrift*. — 12.