Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 43
ENGLAND.
43
armenn fundanna, a5 allar tiltektir henuar og úrræSi skyldu
fara eptir því, sem hagur og virSing ríkisins heimti, og um
hvorttveggja skyldu þeir standa sjálfir vakandi á verSi. Um leiö
gáfu þeir og í skyn, a<5 allt kæmi undir, hvert traust og fylgi
þeir hefðu af hálfu þjó&arinnar, ef til þess kæmi, a<5 þeir
skoruSu á hana aS reka af höndum sjer hneysu og ójötnuS.
þegar Rússar voru komnir suSur yfir Balkan og tóku aö nálg-
ast Miklagarb, varð tíðara um fuudahaldið, og þá gátu ráS-
hcrrarnir sje&, a5 þeir höf8u allan meginþorra manna sjer
sinnandi, en kvöddu þá og þingið til fundar, aö biSjast fjár-
framlaga (6 mill. p. sterl.) til hers og flota. þingiö byrjaði 17.
janúarmánaðar, og lögðu ráðherrarnir þar fram „blábókar“ —
brjefin uin austræna máliö frá 12. desember umliöins árs og til
14. janúar þ. a. Af þeim sást, að Tyrkir höfÖu heiti8 á stjórn
Breta til meÖalgöngu, og haföi hún leitað fyrir sjer um fylgi
hjá hinum stórveldunum, en fengið hreint og beint afsvar af
þjóðverjum (Bismarck). í brjefi 9. jan. segir Loftus lávarður,
sendiherrann í Pjetursborg, af viðtali sínu við Gortsjakoff, sem
hefði látið í ljósi, að það væri tvennt, sem friðurinn væri sjer-
ílagi undir koininn, það sem sje, að Rússar ljetu her sinn
sækja fram og kreppa betur að Tyrkjum, en þeim síðarnefndu
yrði komið á þá sannfæringu, að þeir liefðu frá Englandi engrar
hjálpar að vænta. Seinna kom fjöldi brjefa fram á þinginu,
sem um þær mundir fóru á milli þeirra Derbýs jarls og Gort-
sjakoffs, og var aðal inntakið þetta, að hvor um sig beiddist
greinargjörðar af hinum fyrir því er til var tekið og framkvæmt
af beggja hálfu, Rússa og Englendinga. — „því farið þið svo nær
Miklagarði? Er áformið að taka þar hersetu?“ — „Hvað er
nú í ráði, er þið sendið flota ykkar um Stólpasund að soldáni
fornspurðum og inn í Marmarahafið ? eða hvað er í fættu?“
Rússar svara: „Við tökum oss stöðvar til góðra vara, og höfum
sízt við neinn vjelar eða meinræði í hyggju; og þar sem öllum
er kunnugt, hvað keisarinn okkar hefir sagt, þá má nærri geta,
að ckkert er okkur fjarstæðara, enn að fara inn í Miklagarð.
En bitt er annað mál, að við viljum eiga okkur fullt
frelsi skilið til allra úrræða, ef frá því ber, sem okkur