Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 40
40
ENGLAND.
Í>ó bágt sjo aS vita, hva?> hæft cr i uni fortölur Layards, cða
þann ádrátt sem Tyrkjnm hetir þótt fólginn i máli hans, þá er
hitt auðvitað, að sendiboðinn hefir látib vel yfir sigrum Tyrkja
og hyllt sjer þá alla af stjórnmálamönnum þeirra, sem væntu
sjer góðs af Englendingum og vildu heldur hafa þeirra traust,
en láta ginnnst af vinum Kússa. það betir svo lcngst gengið í
Miklagarbi, að Rússar og Englendingar hafa teflt um ráðin, og
Rússar hafa sízt sparað fagurgalann og látizl vera Tyrkjum
beilhugaðastir allra manna, þegar svo bar undir. þetta iná
skilja af orðum Ignatjeffs við Safvet pasja, sem bermd eru í
grcininni á undan, og það verður enn Ijósara, ef þeim tckst að
ginna Tyrki til sambands við sig á roóti Englendingurn. Að
hvorir um sig, Rússar og Bretar, sjái fyrst og fremst um
eiginn bag, þarf ekki fram að taka, en sá er munurinn, ab
vinátta og blíða Rússa býr yfir banaráðum við Tyrkjaveldi, þar
sem hinir vilja, og þcirra hagur býður, að Tyrkir haldi öllu
sínu óskerðu, um leið og þeir taka sjer fram til þrifuaðar
og þjóðmenningar. Englendingar eiga til svo mikils að gæta í
Asíu, að þcim getur ekki legið í Ijettu rúmi, ef Rússar þröngva
undir sig eins miklu ríki og Tyrkjaveldi er, svo mikil lönd,
sem það á í Asíu, þar sem þeir neyða hvern höfðingjann á
fætur öðrum til að lúta sínu valdi. Beaconsfield lávarðnr hetir
einu sinni látið þau orð sjer nm munn fara, að England væri
eigi síður Asiu- enn Evrópu-ríki, og þetta má til sanns færa,
þegar litið er á landeign þess á austurvegum, t. d. á Indlandi
og í Eyjaálfunni. Rússar hafa ekki að svo komnu fengið nóg
bolmagn í Asiu til að gera neinn geig riki Englendinga á
Indlandi, en Bretar hafa glöggar gætur á öllu atferli þeirra þar
eystra, og vilja vera við öllu búnir. En, sem á undan er
greint, þá eru það Tórýroenn sjerílagi sem tortryggja ráð Rússa,
og vilja skjóta hvervetna loku fyrir, að þau geti orðið skæð
hagsmunum Englands eða sæmduin. Blöð Tórýmanna höfðu
þegar orð á, er keisaraveldin gerðu samband sin á milli, að
hjer hlyti það undir að búa sjerílagi, að þau vildu ráða inestu
í öllum vandamálum Evrópu. En þegar um vandamálin var að
ræða, var hið austræna jafnan fremst í röð, og síðar gefur það