Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 173
ALMENNABI TÍÐINDI.
173
(mikroskop) auganu. Svo nákvæmt er þetta verkfæri, að me8
því má, þó ótrúlegt sje — heyra fótatak flugu, og í úri, sem
gengur, heyrist hávabi eins og í stórri verksmibju, þar sem
ótal hjól snúast og núast saman. Læknar eru og farnir ab nota
þab til þess að heyra yms hljóð í mannlegura líkama, og kynna
sjer með því ymsa sjúkdóma.
í vetur heppnabist tveim vísindamönnum, öbrum í Frakk-
landi (Louis Cailletet) og hinum í Schweiz (Raoul Pictet), ab
gjöra mikla uppgötvun í efnafræbi.nni; þeir þjettu nefnilega
andrútnslopt svo, ab þab varb fljótandi vökvi og rjebu meb því
margar gátur, er eigi voru fyrr leystar. Nú er þab orbin
skobun nátturufræbinga, ab eining sje í öllu efni og í því sje
einn heimskraptur, sem eptir kringumstæbunum kemur fram í
ymsum myndum. Mismunur á líkömum þeim, er oss bera fyrir
augu í ymsu formi, er þá ab eins kominn undir mismunandi
stöbu frumagnanna, hitinn er eigi annab en viss bylgjuhreifing,
o. s. frv. Ef fastur hlutur er hitabur, þá víkja frumagnirnar
hver frá annari og hann verbur fljótandi, og sje hitinn enn þá
meiri, getur hann tekib gufu eba loptform, en vib kulda verbur
hib gagnstæba, lopttegundin þjettist fyrst í vökva og frýs svo.
Hingab til hafa menn eigi getab þjett ymsar lopttegundir, og
vib þab hefur verib svo mikib skarb í vísindunum, ab menn
gátu eigi álitib þetta annab en getgátu ósannaba, en nú er
fullkomin sönnun fengin og menn hrósa sigri. Eins og alkunn-
ugt er, finnast í lopti því, er vjer öndum ab oss, yms efni, mest
köfnunarefni (nitrogenium) og súrefni (oxygenium) af vatnsgufu.
Sum loptkend efni hafa fyrir löngu verib gerb fljótandi t. d.
klór og kolasýra. Enskur náturufræbingur, Faraday, gerbi 1823
kolasýru fljótandi, en frakkneskur mabur Thilorier ljet hana
frjósa 1834, en þá vildi þó þab óhapp til, ab þjettingarvjelin
sprakk og hreif bába fætur af mebhjálpara hans Hervy, og varb
þab hans bani; af því má rába, ab slíkar rannsóknir eru eigi
bættulausar. — Allar tilraunir til ab þjetta köfnunarefni, súr-
efni og vatnsefni (hydrogenium) hafa misheppnazt þangab til
nú. Louis Cailletet þjetti þessar lopttegundir í desember mán-
ubi 1877 og Raoul Pictet í Genf um sömu mundir. Cailletet