Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 8
8
ÓFRIÐURINN.
skjótt viS og hjelt til móts viö Gúrkó, og veitti Rússum svo
haröa aðgöngu (5. ágúst), aÖ þeir uröu a8 hverfa frá Jení Sagra.
Gúrkó hjelt þá liöi sínu vestur til Erkí Sagra og ætlaÖi sjer, ab
veita þar viönám, en hjer fór á sömu leiÖ (6. ágúst). Tyrkir
höfÖu liÖ miklu meira og veittu Rússum eptirför upp að Kasan-
lik luppi undir Balkan). Gúrkó Ijet enn sveitir sinar taka á
móti. Hjer stóö viðureignin inni í bænum, og það með grimm-
asta móti og miklu mannfalli af bvorumtveggju. Loks varð
Gúrkó að láta undan berast og upp í Sjipkaskarð. I orrustunum
þar syðra hafði Gúrkó látið síns liðs nær því 1700 manna, og
af þeim voru 600 Bolgara. Mestur hluti liðs hans settist nú á
varð8töð í skörðin ásamt þeim, er þar voru áður fyrir, en hann
var kvaddur norður til höfuðhersins, og var síðan sendur til
Pjetursborgar að sækja 25 þúsundir af varðliöi Rússakeisara til
vetfangs. Hann hafði síðan forustu fyrir deildum af því liði og
varð alstaðar Tyrkjum hinn óþarfasti, sem síðar mun getið.
Stjórnarráði soldáns varð heldur enn ekki hverft við, þcgar
það heyrðist, að Rússar voru komnir suður yfir Duná, en felmt-
urinn yfir fólkinu (tyrkneska) i Miklagarði, og víðar þar
syðra, varð þó enn meiri, þegar sú fregn kom, að herdeildir
hinna hefðu brotizt yfir Balkan og sveimuðu þar um bygðir.
Stjórnarráðið taldi soldáni trú ura, að þetta hlyti að vera Abdúl
Kerim að kenna, og því var það til ráðs tekið, að svipta hann
aðalforustu hersins, og fá hana í hendur þeim manni, er Mehe-
med Ali heitir. Hann er ættaður frá þýzkalandi, en sem ráða
má af nafninu (Karl Detroit) frakkneskur í föðurætt; fæddur í
Magðeborg, og í æsku settur til iðnaðarnáms hjá skraddara, en
undi því illa og rjeðst í siglingar á kaupförum. Ein ferðin var
til Miklagarðs og þá strauk hann í land, en það dró til, að
hann kastaði trúnni og gafst í þjónustu hjá einhverjum hefðar-
manni, sem síðan kom honum til náms í foringjaskóla soldáns.
Um það bil, er forustan var tekin af Abdkl Kerim, var Osman
jarl, foringi fyrir vesturdeildum „Dunárhersins“, er fyr er nefnd-
ur, kominn á leið austur til móts við Rússa. Hann lagði af
stað frá Viddin 6. júlí og ætlaði að reka Rússa á burt frá Nik-
ópólí. í Viddin skildi hann eptir að eins nokkur þúsund manna,