Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 80
80
FRAKKLAND.
nærgðngulli, þegar hann sneri sjer aS tiltektum keisarans í
erlendum málum. Hann sagðist geta sætt sig við Krímeyjar-
förina, en herfórin til Italíu yrði því að óráði fyrir Frakkland,
að sameining ríkjanna á Ítalíu hlyti að draga eptir sjer sam-
einingu enna þýzku ríkja. Að þessu kom, er Italir veittu Prúss-
um fulltingi móti Austurríki, og þegar allir lögðu keisaranum
það til lofs, er hann hafði stuðt til að slíta bandalag ríkjanna
á þýzkalandi, þá sagði Thiers, að þetta væri svo mikið óráð,
að næstu glöpin mundu riða keisaradæminu að fullu. Óráðið
síðasta kom, er keisarinn sagði Prússum stríð á hendur. J>ó
Thiers væri ekki i ráðum með þeim, sem lýstu Napóleon keisara
frá völdum (4. sept. 1870), þá tókst hann seinna för á hendur
fyrir „varnarstjórnina“, sem svo nefndist, til útlanda, og reyndi
að knýja á sum stórveldin til fulltingis við Frakkland. Hann
samdi við þá Bismarck og Moltke, er friðurinn var gerður, og
hans frammistöðu var það að þaltka, er Frakkar hjeldu Belfort,
kastalanum á austurjaðri landsins. þcgar þingið i Bordeaux bafði
selt honum ríkisforstöðuna í hendur, ljet hann það fara til
Versala, og hjer sat stjórnin meðan stóð á uppreisninni miklu i
Paris. það var og með ijettu eignað traustinu, sem allar
þjóðir Norðurálfunnar höíðu áThiers, viti og kjark hans og ráð-
deild til forstöðu ríkisins, að honum bauðst margfalt meira fje
enn hann þurfti til að greiða þjóðverjum bæturnar eða lausnar-
gjaldið (millíarðana 5). Um skörungskap Thiers í forstöðunni
fyrir málum Frakklands og um frumvarp hans til þjóðveldislaga
(í marz 1873) getum vjer vísað til Skírnis 1872—74, en fyrir
samtök einveldisflokkanna í gegn frumvarpinu vjek hann frá
ríkisstjórninni (16. raaí 1873). það kom þá fram, sem hann
hafði sagt við mann í Bordeaux — þegar þingið hafði kosið
hann til ríkisforseta —: „Frakkland er sjúkt. Jeg á að lækna
það og skal reyna að hjálpa því til heilsu, en þjer vitið, hvernig
vant er að fara, þegar er batinn er fenginn, að menn biðja
lækninn vel að lifa og fara heim til sín“. Upp frá því stje
Thiers aldri upp í ræðustól þingsins, en mælsku hans, ræðu-
rökum og ræðukrapti var ávallt og verður lengi við brugðið.
AHt um það var hann, sem áður er á vikið, leiðtogi og for-