Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 72
72
FKAKKLAND.
dómurinn hefur veriS svo uppkveSinn um fjendur JijóSveldisins,
sem a8 framan er sýnt, og vjer vonum, aö eptir honum veröi
farií, ef enn þarf á aö halda.
í desember 1876 ljet stjórnin gera manntal, og voru þær
töflur birtar nokkru fyrir nýjár. Fólkstalan á Frakklandi sjálfu
var nær því 37 millíónir, og í Alzír 2,900,000. í Alzír eru
þeir þó ekki yfir 390,000, sem eru af Evrópukyni. Vi8 fólks-
töluna í Frakklandi höfðu bætzt hjerumbil 800,000 síían talift
var 1872, en þa<5 verSa ekki fleiri enn 0,55 fyrir hvert hundraf)
á óri, og verSur því heldur rýrt í samanburSi við fólksauka í
öSrum löndum, t. d. á Englandi og þýzkalandi, þar sem vöxt-
urinn verSur á ári hjerumbil 0,9 og 0,8 f. h. þetta kemur til
af fæS fæddra manna á Frakklandi, þar sem aS eins 173 konur
giptar af 1000 fæSa harn á eins árs bili. Sumir kenna því
um, aS konurnar — sjer í lagi á landsbyggSinni, eSa bænda-
konur — hafi heldur óbeit á ab verSa óljettar og bisa viS ung-
börn, en bændum líkar bezt, aS þvi sje haldiS saman, sem.þeir
hafa eiguazt, og þaS verSi eins barns erfS, en deilist eigi
margra á milli.
Frakkland er eitt hiS mesta vínyrkjuland í heirni, þar eru
þnu árin bezt, sem gefa mest víniS. í fyrra áraSi vel til vín-
afla, og varS hann aS öllu samtöldu næstum hálf 57. millíón
hektólíta, en í hektólít eru meir enn 100 pottar. I 76 fylkjum
(af 80) er vínyrkja á Frakklandi.
Gripasýningin eSa alþjóSasýningin mikla var vígS 1. maí.
þaS má um hana segja, sem alþjóSasýningarnar á undan, aS
cin kemur annari meiri, þvi allir hafa viljaS fara fram dr því,
sem áSur hafSi sjezt bæSi í prýSi og stórkostleik. þetta hefir
Frökkum unnizt, því þessi ber af hinum öllum, sem á undan
hafa veriS, bæSi í París og á öSrum stöSum. HöfuShöllin eSa
skrauthöllin sjálf stendur á Trocadero nyrSra raegin Signu,
og þar út í frá á tvær hendur armar, eSa skálaraSir, en fyrir
sunnan fljótiS standa meginbúSirnar í mörgum röSum og þekja
mestan hluta vallar þess, sem Marzvöllur heitir. Fyrir utan
sjálfa skálana eru plöntunar og lystigarSar og í þeim yms hús
og lystiskálar, svo í allri lögun, sem tiSkast í ymsum löndum