Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 124
124
AUSTUBRÍKI OG UNGVERJALAND.
ernin rí8a í bága hvert vi8 annaS, og á mörgum landaþingunum
slær í svo miklar deilur e8a mótþróa viÖ sljórnina, a3 hún
verSur aÖ gera enda á lokleysunni og lýsa þeim slitiÖ. Svo
fór í fyrra í Týról, og við enu sama lá í Galicíu. Skaplegar
fer þó í austurdeildinni enn fyrir vestan Leitha, en hjer heimta
Króatar, aö Fjume, Dalmatía og Hergeirinn sje tengd viö land
þeirra (Króatíu og Slavóníu). þeim hefir aÖ vísu veriö heitiÖ,
aö fá Hergeirann, en keisarinn ljet svara ávarpi-þeirra svo, aö
þeir yrÖu að biðloka til þess allt væri fullkomlega undir búið.
Hinu var visað beint aptur, og sagt, að Fjume væri hjerað út
af fyrir sig undir Stefánskrónunni, og hvað Dalmatíu snerti, þá
yrði svo marga hluti til greina að taka, áður nokkur breyting
kæmist á þess lands stöðu í ríkinu.
Rússland.
í fyrsta kafla rits vors er sagt af þrautum Rússa og afrek-
um í stríðinu, og svo af því, er þeir ætluðu sjer í sigurlaun í
San Stefanó, og þjóðunum kristnu á Balkansskaga til betra
hags og rjettar. þegar Rússar og Tyrkir höfðu birt sáttmála
sinn, ljetu Englendingar svo til sinna kasta koma, sem áður er
sagt, og það er sjerílagi eignað Sjúvaloff, sendiherra Rússa-
keisara í Lundúnum eða hans fortölum (með tilstuðning þjóð-
verja), að samkomulag varð um friðarfundinn í Berlín. Sem nú
er komið málunum, verður það þá fyrst þar fyrir að skilja og
samþykkja, hvað Rússland fær fyrir ómak sitt, og hver skipan
verður á högum þjóðanna á Balkansskaga. J>að er likast, að
þeir hljóti að sætta sig við nokkuð minna, en þeir hafa sjer á
skilið, en nauðugir gefa þeir upp kröfur sínar til Bessarabíu og
Batum (í Litlu Asíu), ef að því skyldi koma. Rússakeisari
Ijezt eigi ætla sjer að vinna lönd undir sig, er hann tók til
atfara á hendur Tyrkjum, en hitt mun honum þó þykja sjer til
vorkunar virðanda, þó hann taki lönd af Tyrkjum upp í bóta-
gjaldið eða hernaðarkostnaðinn. Öðru máli gegnir þó ura