Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 158
158
AMERÍKA.
fullgert. þá kom a8 því, sem fyrir hefSi mátt sjá, að allar
þessar brautir gátu eigi borgaS sig, vinnuleysib varð sem fyrr,
og vinnulaunin fjellu aptur og eymdin varS meiri enn nokkru
sinni fyrr. Aðeins einstöku menn græddu of fjár; þaS voru
samvizkulausir kaupmenu, er böföu í byrjun starfað a3 brauta-
gjörSinni og selt aptur fyrir of fjár, þegar hæSst stó8, og veri8
svo slægir a8 draga fje sitt úr fyrirtækinu áSur en allt fór á
höfuíið. Otal heimili fóru á vonarvöl og bágindin urSu af-
skapleg, en maurapúkarnir sátu vellauSugir í munaSarlífi. þaS
var því ekki aS undrast, þó illur kur kæmi í hinn atvinnu-
lausa og soltna hóp, og aS þetta bjálpaSi mjög til aS koma
fram kenningum jafnaSarmanna. Margir fóru af landi burt til
þess aS leita sjer atvinnu annarstaSar, en þaS gátu eigi allir.
— Svo stóS um haustiS 1876. Ólgau í mannamorinu óx dag
frá degi einkum í binum stóru verksmiSjubæjura. þaS var eins
og ógnandi þytur á undan ofsavebri; stuldir og morS jukust
dagsdaglega, einkum viS kólanámurnar í Pennsylvaníu. þar var
kveykt í geymslubúsum og verksmiSjum og landstjórnin varS meS
hörku aS bæla óeirSirnar niSur. Um alla NorSurameríku eru
ótal leynileg vinnumannafjelag, sem hafa þaS mark og miS, aS
hefja laun vinnumanna svo hátt sem hægt er, gangast fyrir um
verkaföll og beita ofbeldi ef þörf gerist. í þessu frelsislandi
er meira fjelagsfrelsi enn á nokkrum öSrum staS, og stjórnin
skiptir sjer ekkert af þvf, sem gerist í fjelögum. Lög þessara
leynifjelaga eru mjög ströng og rjettur einstaklingsins hverfur
alveg fyrir járnoki þvi, er almenn fjelagsheill heldur á honum;
brot á móti iögum fjelaganna er dauSasök, og leynilegir dauSa-
dómar eru opt framkvæmdir án þess stjórnin komist fyrir um
upphafsmennina. Fjelög þessi komu á verkafalli meSal vinnu-
mannanna viS járnbrautirnar og hjeldu því á meS járnhendi,
og þá komst allt í bál, og viS sjálft lá, aS öll verzlun og sam-
göngur mundu hætta í Bandaríkjunum. Öll samsæri þessi hjá
vinnumannafjelögunum höfSu fariS svo leynt aS engin vissi, hvaS
í ráSi var, fyr enn allt var í uppnámi.
Hinn 16. julim. 1877 heimtuSu allir vinnumenn á járn-
brautargarSinum í Martinsburg, aS laun þeirra yrSu hækkuS, og