Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 94
94
ÍTALÍA.
mennskan fór aS ver8a hættari enn áöur. Á Púli heitir þetta
fríöa bandalag „Camorra", á Sikiley „Maffía“ — en hvort-
tveggja hefir sama fyrir stafni: aÖ rupla og ræna frá enum
auöugri þar sem því má viö koma, eða a8 ógna mönnum til
þeirra framlaga, sem eigi mundu ella fengin, eBa meÖ öÖrum
oröum leggja ólögur á samþegnana og gera eigur þeirra upp-
tækar, án þess aö þeir þori aÖ ymta eöur krymta. þessir
kumpánar senda sína skattheimtuinenn álíka og yfirvöldin, og
stundum koma þeir margir saman þar sem markaÖur er t. d.
matvöru og annara nauösynja, og gera markaÖsfólkinu og
bændum bendingar, sem hinir bera svo vel kennsl á, og minna
þá á, aí) þeim sje ekki ráölegt aÖ fara á burt eÖa selja svo
alla vöru sina, aÖ þeir leggi ekki neitt af við þurfandi menn.
Á þessu varð þeim þó tvisvar bált í fyrra í Napólí, er lög-
gæzluliðiÖ hafði höndur á meir enn 100 bófa á maturta- og
fiskmarkaöi. þaö er auövitað, aö hver sá sem í fjelagið geDgur
á líf sitt í veði, ef hann kemur nokkru upp; og í fyrra sumar
drap ungur Camorraliði löggæzlumann í Napóli, sem hafði
fyrrutn svarið fjelagseiðinn, og var hann höndum tekinn og
færður í varðhald. En það er til einkunnar, hvernig hugsunar-
bættir lýðsins í borginni eru eða rjettara, hver ómennskubragur
er hjer á borgarlífinu, og hve mikils Camorrafjelagið má sjer
hjá því fólki, að mannmúgurinn æpti fagnaðarópum að morð-
iegjanum, sem til þakka fyrir verkið, og ljet blómum rigna á
hann, er með hann var á burt ekið, en sumir óðu inn í húsið
þar sera lá lík ens vegna manns, og jusu á það sorpi og sauri.
það' er sagt, að Camorra í Napóli hafi skipt sjer í 12 sveitir,
eptir 12 deildum borgarinnar, og líkt er skipulagið á Sikiley,
en þar voru handteknir í fyrra 150 manns, er kváðust vera
ein deildin af mörgum, sem skipt væri niður á landshjeruðin.
— Um morð, frumhlaup og áverka eru sögurnar ekki mikið
betri frá Ítalíu en fyr, að því er sjó mátti i fyrra af skýrslum
ráðherranna á þinginu. Samburðurinn á 1876 við árið i fyrra
varð svo látandi: í hitt eð fyrra var morðatalan 1949, morð-
tilræðin 1581, áhlaup eða aðsóknir til rána, svo að manndráp
fylgdu, 68, og á 6288 mönnum unnið til meiri áverka eða