Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 139
GRIKKLAND.
139
atkvæSis. Flestir efa, a8 sendiboðar Georgs konungs í Berlín
vinni þaS á, er Jjeir vildu, fyrir hönd Grikklands á fundinum.
Mannslát. 15. september dó (89 ára gamall) einn enn
bezti drengur, sem uppi hefir veriÖ á Grikklands nýju öld; það
var sjókempan fræga, Konstantín Kanaris. Hann er fæddur á
lítilli ey, er Ispara heitir, og hafSist viS í farmennsku í æsku
sinni, sem flestir eyjabúar í Grikklandshafi. Hann var stýri-
maSur á farmaskútu, jjegar Grikkir tóku til vopna á móti
Tyrkjum, eSa frelsisstríSiS byrjaði. þaS var í júní 1822, aS
Tyrkir fóru meS hcrskipaflota aS eyjunni Chios og gengu þar á
land til aS hegna eyjarbúum fyrir þaS, aS þeir höfSu tekiS
þátt í uppreisninni, þeir gerSu þaS á tyrkneska vísu, brendu
hvert hús á eyjunni og drápu hvern einasta karlmann, en gerSu
konur og börn aS bandingjum sínum og ljeku sem verst viS
þetta hörmungaliS. J>á hafSi Kanaris ráSizt í flokk landa sinna,
sem reyndu aS vinna Tyrkjum svo mikiS mein á sjónum, sem
unnt var, þó þeir hefSu lítinn kost til, eSa ekki annaS en
smáskútur og hraSsiglandi ljettiskip. Einmitt þaS kveldiS, sem
Tyrkir hjeldu sjer fagnaSarveizlu á flota sínum eptir þrekvirkin
á eyjunni, lagSi Kanaris aS flotanum meS brennuskip og hleypti
þeim á foringjaskipiS, eSa aSmírálsskipiS, og kviknaSi í því
þegar, og eldurinn magnaSist svo hrátt, aS skipiS flaug í lopt
upp meS 1000 manna, áSur Tyrkir gátu neitt aS hafzt sjer til
bjargar. í nóvember sama áriS hleypti hann í lopt upp öSru
aSmírálsskipi fyrir Tyrkjum viS Tenedos, og tveim árum síSar
nokkrum herskipum, sem send voru til at fara aS Samos.
1825 ætlaSi hann aS vinna hiS sama á flota Egiptajarls, sem
lá á höfninni fyrir utan Alexandríu, og átti aS flytja her til
Tyrklands frá Egiptalandi soldáni til hjálpar. þegar Ka-
naris var kominn í hafnarmynniS stóS svo mikiS veSur af landi,
aS hann varS aS halda aptur viS svo búiS. Af slíkum afreks-
og áræSis-verkum, er hafa orSiS beztu skáldum norSurálfunnar
(t. d. Byron og Yictor Hugo) aS góSu yrkisefni, fjekk Kanaris
mesta orSstír, enda mun lofi hans og þjóShetju nafni um aldir
á lopti haldiS. Eptir stríSiS var hann kosinn á þing, og stóS
þar ávallt í frelsismanna flokki. Hann var aptur enn einu