Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 163
AMERÍKA.
163
hinna, og svo búnir gengu þeir á seinni fundinn viS forsetann.
Sá hafSi fyrst orfe fyrir þeim, er nefnist „SkýiS rauSa“ og tók
hann fyrst í hendina á „hvíta fö8urnum“ og tjáSi honum síhan,
aS hann og hans menn vildu gjarna fá akurland og jarSyrkju-
verkfæri, og læra svo smám saman hvítra manna siðu. En
liann hætti hinu viS, aS þeir vildu búa í grend viS gamla hjer-
aSiS sitt, en fara eigi niSur aS Missouri, „því þar væru of
margir nýlendingar og of mikiS af brennivíni.“ Annar höfSingi,
sem bjet „Mikli-vegur“, talaSi fagnrt um, aS sjer og sínum væri
þekkast aS fá hesta, naut og sauSi, peninga til skóla handa
börnum sínum, aS þau getu lært ab lesa og skrifa „og kenna
vegu enna hvítu“, en þeir vildu vera kyrrir þar, sem þeir
byggju nú, og slíkt eS sama mæltu þá allir hinna. Crook
mælti svo fram meS máli þeirra, aS þeim væri alvara aS stunda
siSu og menning hvítra manna. Forsetinn svaraSi máli þeirra
í löngu erindi, og ljet þá vita, aS þaS eina væri fyrir höndum
um byggSarkostinn sem boSiS væri, en þeira skyldu allir bú-
þarfir munir í tje, fjenaSur, peningar og svo frv., og hver hús-
faSir skyldi þaS land eignast, sem honum yrSi úthlptaS. HöfS-
ingjarnir leituSu enn aS fá aSra kosti, en Hayes tók þvert fyrir,
aS annaS fengist, enn hann hefSi boSiS. Hann bauS þeim aS
láta fyrir berast í vetur i Archansas, og viS þaS fóru þeir
heim aptur. Vjer vitum ekki enn deili á, hvaS gerzt hefir um
bólfestufarir Indíamanna, en hitt er auSvitaS, aS þeir verSa
settum kostum aS taka, eSa þeim verSur ella eySt smámsaman
meS sama hætti, og hingaS til hefir gerzt.
Grant hershöfSingi (sbr. Skirni í fyrra 162 bls.) hefir veriS
lengstan tímann á Englandi, en fór í vor til Parísar, og þaSan
fyrir skömmu til enna nyrSri landa. Mágur hans er erindreki
Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn, Cramer aS nafni (guSfræS-
ingur og fyrrum klerkur), og hjá honum gisti Grant fáeina daga.
Hann hafSi tal af konungi vorum og þá af honum heimboS.
Frá Kaupmannahöfn fór Grant til Noregs og ætlaSi þaSan til
SvíþjóSar.
Mannalát. 29. maí dó í fyrra söguritarinn John Lotrop
Motley (f. 1814). Hann var fyrst aS vísindanámi. viS Har-
11*