Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 108
108
þÝZKALAND.
tekst aS kyrra þann storm, sem allir bera svo mikinn kvíðboga
fyrir, og láta svo gert út um austræna málið, aS það verði
aldri síðan álfu vorri a8 ófriSarkveikju. Vjer munum í einum
enna næstu þátta, eSa í viSaukagrein rits vors herina nánara,
hvernig málin lykta á fundinnm.
J>aS er skemmst af þingmálum Prússa aS segja, aS engin
mikilsvarSandi nýmæli hafa gengiS fram á þeirra Jpingi, og þó
hafa bæSi skattlagabreytingar og ný hjeraSsstjórnarlög veriS uyip
borin. þjóSernis og frelsisflokkurinn hefir fylgt Bismarck og
stjórnÍBni aS máli í flestu því, er minna sætti; t. a. m. í hvert
skipti, sem apturhaldsflokkarnir (kaþólsku fulltrúarnir, kirkju-
flokkurinn, Welfungar og fl.) eSa frekjumenn (sósialistar) veittu
henni átölur, annaS hvort fyrir fjeránsdóminn , sem háSur var í
Hannóver, og fyrir afneyzlu þess fjár, sem af Gyrgi konungi
var tekiS, eSa fyrir kirkjulögin („Maílögin11 1873), og alla aS-
ferS hennar viS játendur kaþólskrar trúar. En í enum meiri
málum hefur dregiS til meiri og meiri sundurleitni meS kan-
selleranum og forustumönnnm þessa flokks. J>a8 bætti ekki
heldur um, þegar svo fór í bága meS þeim Bismarck og Eulen-
burg, ráSherra innanríkismálanna, aS hann kaus aS segja af
sjer embætti, en viS hann hafSi meiri hlutanum líkaS allvel, en
menn þóttust vita, aS kanselleranum hefSi þótt hann þeim
flokki of leiSitamur. Menn ætluSu, aS aptur mundi draga
saman, þegar Benigsen fríherra (frá Hannóver), forseti fulltrúa-
deildarinnar og einn af höfuSskörungum þjó8ernis-og frelsismanna,
þá heimboS af Bismarck um jólin á Warzín, en þaS varS þó
ekki. Menn segja, aS Bismarck hafi bobiS honum aS taka viS
innanríkismálum eptir Eulenburg, og fleirum hans málsinna
embætti í stjórninni, en gert þeim þá kosti, t. d. um skattamál
(hækkun óbeinna skatta) og annaS fleira, sem Benigsen vissi,
að þeir mundu aldri ganga aS. þaS er enn eitt, sem Bismarck
og þeim flokki ber mjög á milli, er þessir menn kalla, aS
cngin rjétt mynd verSi á alríkisstjórninni, fyr enn jþýzkaland
hafi rrkisráSherra meS ábyrgð fyrir alríkisþinginu. Og hitt
þykir þeim líka standa miSur þingstjórnariega af sjer, er ráS-
herrura Prússaveldis verSur þaS nóg til falls, ef ágreiningur