Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 171
ALMENNARI TÍÐINDI.
171
þá setja hljórabylgjurnar hana í hreifingu, og nálgast og fjar-
lœgjast segulstöngina á víxl, viö þaS koma fram breytingar á
segulafli hennar, sem hlaupa yfir í þræSina á keflinu og svo
eptir lausa þræSinum milli hólkanna; viS þa8 myndast sams-
konar hreifingar í hinu segulstálinu og keflinu, stálplatan
hreifir sig og framleiSir sömu tónana, sem heyrast þar ef ma8-
ur leggur eyrað aS. Illjómberi Graham Bell’s hefur eigi mikinn
krapt í sjer og hljóSiS getur því eigi fariS mjög iangar leiSir,
en frakkneskur maSur, Trouvé aS nafni, hefur nú nýlega unniS
bætur á þessu; hann hefur 5 stálplötur, sem hver hefur sitt
segulstál og koparþráS, en allir rafsegulstraumarnir sameinast
svo i einn, sem þá verSur mjög sterkur, eins og eSlilegt er.
Verkfæri Bell’s er þegar mikiS notaS einkum innanhúss í stórum
verzlunarhúsum , verksmiSjum og veitingarstöSum, þar sem opt
þarf aS skipa mönnum fyrir, sem eru iangt í braut. í Ameríku
hafa menn látiS söng og hljóSfæraslátt berast þannig á segul-
vængjum bæ frá bæ mönnum til mikillar skemtunar. SumstaSar
ætla menn aS nota hijóSbera þessa í hernaSi, þannig aS loft-
skip er sent hátt upp, til þess aS sjá yfir óvinaherinn og frá
því gengur þráSur, svo maSurinn í loptskipinu getur jafnskjótt
látiS hershöfSingja vita livaS gerist hjá óvinunum. þaS er al-
kunnugt, aS í mörgum djúpum námum safnast saman loptsteg-
undir1, sem viS minnsta eldneista sameinast andrúmsloptinu og
sprengja allt frá sjer; á þann hátt deyja ótal manns á Englandi
í kolanámunum á hverju ári. Nú hafa menn fundiS upp lampa,
sem gefur frá sjer syngjandi hljóS alstaSar þar sem slíkar lopts-
tegundir hafa safnazt fyrir; lampar þessir, sem eru á vissum
stöSum í námunum, samtengjast hljóSberaþráSum, og allir þræS-
irnir ganga inn á skrifstofu námu-umsjónarmannsins, sem þá
getur heyrt, hvar hætta er í nánd og varaS menn vib henni.
Til enn fleiri hluta er hljóBberi notaBur, sem hjer yrBi oflangt
upp aB telja.
’j það kalla þjóðveijar „schlagende Wetter“. það er samband af
kolefni og vatnsefni (CII iJ, er kemur fram þar sem vatn verkar á
jurtaleyfar og lopt eigi kemst að, en komist að 10 hlutar lopts og
kveykt sje í, sameinast efnin með miklum hvelli.