Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 70
70
FRAKKLAXD.
Pasquier og Jules Grévy knú?u hann fast, og hinn fyrri (talinn
meftal Orlenninga) tók með öllu fyrir, a8 öldungadeildin mundi
veita samþykki sitt til nýrra þinglausna. ViS Grévy ljet hann,
sem sjer þætti mínkun a8 því aS láta undan að málinu svo
komnu, en hinn benti honum á, a8 þa? sem aldri hefSi or<5i8
drottningunni á Englandi til vanza, e?a öSrum höfðingjum, sem
breyttu svo um stjórn sína, sem skiptin færu me8 hðfuSflokkum
þinganna, þaÖ gæti ekki or<5i8 forseta þjóðveldisins á Frakk-
landi tii ósæmdar. BáSir rjeSu honum til aS leita til vi8 mi8-
flokk þingsins, eSa þá af þjóSvaldsmönnum, sem með rjettu
mætti kalla hófsmenn, og nefndu Dufaure til forustunnar Loks
gerSi liann Dufaure boS, og gekk þó ekki saman meS þeim í
fyrsta skipti, því Mac Mahon vildi ekki leyfa, aÖ þeir yr®u
reknir úr (amtmanna og sýslumanna) embættnm, sem þau hef8u
fengiS af þeim Broglie og Fourtou. Dufaure kvað þann kost
ekki í mál takandi, en hinn endurtók þaS sama, sem hann
hafSi sagt viS forseta þingdeildanna, a8 hann mundi heldur
selja völdin sjer af höndum enn láta undan í því máli. Hertog-
inn af Audiffret Pasquier fór enn á fund hans (13. des.), og
tjáSi fyrir honum, í hver stórvandræSi hjer yrSi stofnað, en
Mac Mahon vildi engu heita. Hann liafSi á8ur kosið sjer nýtt
rá!5aneyti, og skyldi fyrir þvf vera sá maður er Batbie heitir,
einveldistrúar, en stilltur ma8ur og fylgdi engum flokki sjerlega.
Audiffret Pasquier sagði, a8 þessi tilraun mundi verða rá8i nær
enn sú hin næsta á undan, en eptir burtför hans er sem Mac
Mahon hafi orSiö hugsi, því hann ljet — sumir segja a8 ráSum
Batbies — bo<5 fara aptur til Dufaures, og á þeim sarafundi
þeirra gekk hann aS öllum kostum , þcim er hinn gerSi. þaö
sem hann varb síöast aÖ gefa upp, var það a<5 ráía kjöri á
ráÖherrum fyrir utanríkismál og hermál. RáÖaneytiö nýja komst
á 14. desember, og fjekk Dufaure þá Waddington og Leon Say
me® sjer. Waddington tók að sjer utanrikismálin. Hann er
prótestanta trúar, og enskur að kyni, og því gátu menn til, aÖ
hann mundi veröa Bretum heldur sinnandi i tillögum sfnum um
austræna máliö, og þótti þaÖ á sannast sfbar, þó Frakkar ljetu
sfn hjer aÖ sem fæstu getiö, sem áöur er á vikiö. þegar þjóð-