Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 132
132
TYRKJAVELDI.
t>eim til víta og áfellis, að þeim hefír ekki lærzt, aS koma
þeim stofni undir ríki sitt, sem framfarir aldanna hafa heimtaS
og hverju ríki er ómissandi, ef þaS á ekki aS reiSa aS falli.
HöfSingjar Tyrkja og þeir allir, er þeir hafa vald og umboS í
hcndur fengiS, hafa aS eins lært aS drottna, en aldri aS stjórna,
og drottinvaldiS hefir meir og meir sýnt sig í því aS heimta
framlög og gjöld af þcgnunum sjálfs sín vegna meS ógnun og
allsháttar kúgan, en í hinu ekki, aS efla hagsæld þeirra og
framfarir'. þaS er því ekki undir því einu komiS, aS Tyrkir
') Með þeim ummerkjum, sem Tyrkjaveldi hafði fyrir stríðið, var því
skipt í 22 skattlönd („vilajet“), hveiju skattlandi í 6 ömt (liva eða
sandsjak), hvcrju amti í minni sýslur eða umboð (Kasa). Skatt-
landsstjórinn heitir Vali, og hefir jafnan pasjanafnið. Hann verður
jafnast að borga ærið mútufje ráðherrum soldáns, eða þeim sem
kemur honum í embættið, og sökum þess, að umboð hans verður
opt stopult, þá verður hann að vinda bráðan bug að því, að ná aptur
fje sínu og auðgast á embættinu, ef svo vel gefur. Amtmenn og
sýslumenn hans (Mjútekariff og mjusjír) hafa líka þegið sitt umboð
í Miklagarði, og hafa orðið að leggja það þar í einhverra lófa, sem
þeir vona að heimta síðar og eitthvað betur, þegar í embættið er
komið. Undir þeim eru aptur einskonar hreppstjórar (mudir) og
hrepparáð — en öll þessi yfirvöld eiga eitt höfuðumboð afhöndum
að inna, og það er þetta: að heimta saman það afgjald af skatt-
landinu, sem senda skal til Miklagarðs, og laun sin um leið afþví
er fram yfir verður, og verða þau þó því ríflegri, sem meira tekst
að svæla og kúga út úr alþýðunni. það er því eðlilegt, að em-
bættismenn soldáns í því og þvi skattlandi leggist á eitt og styði
hver annan til fjefanganna, og verða þeir þvi opt ekki ósvipaðir
Camorrapiltunnm, sera vjer gátum um í Ítalíuþætti. Stundum
finna þeir brögð til að hafa gjöldin af rikinn. þeir selja — til
dæmis að taka — tíundaheimtu á uppboðsþingi, og sjá stundum
svo til, að boðið komizt á kristinn kaupmann eða Gyðing, sem
liggur að fram kominn. Peningana hirðir landstjórinn og stíngur
þeim í sinn handraða, og þegar boð koma eptir þeim frá Mikla-
garði, er skjal til á reiðum höndum, sem sýnir, að kaupmaðurinn
sje dauður, eða strokinn á burt, en bú hans hafi verið í þroti og
lítið sem ekkert hafi eptir hann fundizt. Skattkúgunin kemur þó
verst niður á kristnu fólki, einkanlega í Asíu, og ferðamenn segja,