Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 76
76
FRAKKLAND.
sama leyti dó frakkneski rithöfundurinn Taxile Delord, sem
hefir skrifaS mart um bókmentir og sögu þeirra i blaSinu
Siécle; en af ö&ru, er eptir hann liggur, skal nefna „Sögu hins
annars keisaradæmis“ (Histoire du second Empire), og er þar
ekki óhraklegar meS það farið, enn þa& á skilib. Hann haf&i
tvo um sextugt. — 3. september missti Frakkland einn af enum
beztu og frægustu ágætismönnum sínum, er Louis Adolph
Thiers anda&ist heldur sviplega í bæ þeim, er St. Germain en
Laye heitir, þar sem hann ætlaði a& dvelja nokkurn tíma. Um
morguninn var hann alheill og gekk sjer spöl vegar a& vanda
til hreifingar, átti tal vi& menn þegar hann kom heim um
ýmisleg efni, en eptir morgunverB kenndi hann a&svifa, sem
andardrátturinn tepptist, og lá svo til þess um kvcldiS. Honum
varð rórra, er leið á daginn, og undir andlátift var sem höfgi
rynni á hann. Lát Thiers var& öllum landslý&num mikil harma-
fregn, því menn höf&u kannazt svo viÖ atgerfi hans, vit og
snilld, ósjerplægni og fö&urlandsást, a& allir vissu hvert skarð
yr&i fyrir skildi, þegar hann fjelli frá. En þa& var einmitt
um þetta leyti, a& þjó&veldið og vinir þess áttu í svo ströngu
að stri&a, og sama kveldið, sem hann dó, voru þeir á fundi í
París (hjá Gambetta) a& gera ráð sín, og biðu þar hans þangað-
komu. Stjórnarflokkinum þótti nú heldur vænkast um sín rá&,
og blöðum keisarasinna lá við hóli og kæti, er þjó&valdsmenn
hefðu misst foringja sinn. Blö& klerkaflokksins og lögerf&a-
manna köllu&u lát Thiers bending frá forsjóninni til þeirra
manna, sem bærust þá óhæfu fyrir, a& stofna og sty&ja þjófe-
valdsstjórn á Frakklandi. Allt um þa& var þa& ályktað í
stjórnarrá&i Mac Mahons, að útför Thiers skyldi gerð á ríkisins
kostnað, en ekkja hans vildi eigi þiggja boðið með öðru móti,
enn að hún mætti ráða skipan líkfylgdarinnar og hvernig öll
jar&arförin færi fram. Á það vildi Mac Mahon og ráðgjafar
hans ekki fallast, en útförin varð eins fyrir það hin virðulegasta.
Hún fór fram í París 8. september, og þann dag var öllum
sölubúðum lokað, og svo við haft í öllu sem konungur eða
keisari væri til legs færður. Frá öllum stórborgum á Frakk-
landi og flestum bjeruðum komu nefndir manna með blórasveiga