Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 53
ENGLAND.
53
á bjúskaparlðgum, a8 ekkjumaSur megi giptast systur konu
sinnar, um jafndeildari kosningarrjett og kosningar bæöi á lands-
byggðinni og í borgunum, og yms frumvörp Butts til iagabóta
á írlandi. J>aS er sagt, aS lögfræSingar í Tórýmannaflokki
sje kosningarrjetti kvenna meSmæltari enn lögmenn hins flokks-
ins, og síSast fylgdu frumvarpinu tveir af ráSberrunum, en
annar þeirra var Beacontield. þaS mun þó enn eiga langt til
framgöngu, og sama er aS segja um binar uppástungurnar; þó
er iíkast, aS nýmælin um kosningar gangi fyrir hinum. —>
Fjárframlögurnar voru ætlaðar á til rúmra 78 millíona sterlings-
punda, og var ekki ráS fyrir gert, a<5 tekjurnar mundu fara
langt fram úr þeirri uppbæS. Af þessu fje gauga hjerumbil 16
millíónir til landhers, og 11 til flotans, 28 til ríkisskulda og
hitt til landstjórnar, skattheimtu, tollstjórnar, póstmála og fl.
31. marz (í fyrra) voru ríkisskuldir Englands 775t8ö mill. p.
sterl., og höfírn þá gengiS ni8ur um 64 milliónir síSan 1858.
— Til alþýbuskóla voru veittar 3 mill. punda sterl. (54 mill.
króna), og munu þau framlög fara vaxandi eptirleiíis, a3 því
er ráSa má af fjölgun þessara skóla ár af ári. Á Englandi og
í Wales hafa þeir skólar aukizt um 1000 síSan 1870 (sbr.
Skírni í fyrra 58. bls.), sem kostnaður er lagSur til af almennu
fje, en hinir um 5000, sem einstakir menn kosta og veita for-
stöSu. Fjestyrk úr ríkissjóSi fá enir siSarnefndu eptir barna-
fjöldanum og því námi er í þeim fæst. í þessum efnum hafa
Englendingar þó ekki komizt enn á rek viS prótestantisku þjóS-
irnar á meginlandinu, og því síSur frændur sína í Ameríku.
En þaS er auSsjeS, aS þeim þykir, sem fleirum, vant aS íinna
annaS ráS betra alþýSu sinni til menningar og siSbóta, enn góSa
og gagnlega uppfræBingu.
Um leiS og Englendingar hafa aukiS framlög sín til skóla
og fjölgaS þeim, hafa þeir dregiB úr útsvarinu til fátækra.
Á Englandi og í Wales voru þaS ein millíón manna, sem fengu
fátækra styrk, 1870 en í fyrra voru þeir eigi fleiri enn 700,000;
1874 var 100,000 fátækra lagt fje til hjálpar í höfuSborginni,
en í fyrra var sú tala komin niSur í 77,000. J>ó mun af þessu
vart mega ráBa, aS fátækum mönnum bafi í rauninni fækkaS aS