Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 123
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
123
hefJíi fariS fram í hljóSi, en hann sagðist vera þess fullöruggur,
a8 hjer væri engu spillt fyrir Austurríki, og þá hins ekki síður,
a8 mönnum væri óhætt að reiSa sig á hreinskilni og vináttu J)jó8-
verja. Sá veit gjörst er reynir, því nú er hann sjálfur kominn
til Berlínar á ríkjafundinn, og þar getur hann látiS fjelaga sina
vita, aí her Austurríkis sje vi8 húinn a8 heimta þa8, sem
honum kynni a8 ver8a synjaS.
þess er getiS í fyrra, a& báSum höfuSdeildum ríkisins haí&i
lent í harða deilu út af endurnýjun samningsins (10 ára), sem
gerður var 1867 , um tolla og um framlag beggja til alríkis-
þarfa. RáBherrum þeirra hafði loks samizt um málið, og
ráðaneyti keisarans (formaður þess Tisza) hafði tekizt að fá
samþykki Ungverjaþingsins eptir mikla baráttu, en allt kom
fyrir ekki, er ríkisþingið í Vín synjaSi jákvæðis fyrir vestur-
deildina. Undir árslokin sáu ráðherrarnir ekki önnur úrræSi
fyrir hendi, enn að lengja frestinn til útgöngu marz mánaðar
þ. á. Ailt um það er raálið ekki komib enn í kring, og hefir
sótt í sömu rekisteínuna og í fyrra. Hvorutveggju hafa
reyndar hliðrað nokkuð til, en Ungverjum þykir ekki vib það
komanda, að taka á sig meiri framlögur til alrikisþarfa, en á
var kveðið i enum fyrra samningi (hjerumbil 32 f. hundraðið).
VfnarbiaSiB „Neue freie Presseu komst svo að or8i í útgöngu
ársins: „Árið endar hjá okkur eins og það byrjaði. Hvert sem
vjer rennum augum, sjá um vjer þa8 eitt, sem ekki er nema
hálfbúiS og horfir til nýrrar sundurleitni og misklíða. Allt er
tii bráðabirgða ráðið, og þessvegna hæpið og ískyggilegt. Svo
stendur á með tolisambandiS og verzlunarsamningana viB
Ungverjalánd, me8 verzlunarsambandið vi& útlend ríki (t. d.
við þýzkaland)1, með bánkann, með fjárhagsáætlunina — og,
ef til vill, me8 friðinn. þann veg erum vjer farnir, er vjer
heilsum árinu nýja, og vjer verðum a8 treysta á seiglufjörið í
þessu gamla ríki, að því vinnist a8 komast úr öllum kröggunum
og á nýjan rekspöl friðar og framfara11.
í báðum deildum hagar líkt til og a8 undanförnu. þjób-
’) það hefir þó nú tekizt að ánýja,