Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 164
164
AMERÍKA.
vards háskóla, en ferðaðist síðan til háskólanna í Berlín og
Göttingen. Hann ávann sjer mesta orhstír fyrir „Uppreistarsögn
ens hollenzka þjóðveldis" (The Rise of the Dutsrh Republic).
Hann var sendiherra Bandaríkjanna í Vín 1861 — 67, og siðar,
er Grant kom til stjórnar, í Lundúnum, en sleppti því embætti
aptur að ári liðnu. Höfuðriti bans er snúið á nálega öll Ev-
rópumál, og Guizot var sá, sem sneri því á frönsku. — 19.
ágúst dó Brigham Young mormóna „spámaðurinn“, og dauðinn
forðaði honum svo undan því, að meira yrði um hann upp
leitað, enn líkur voru fundnar til, að hann væri riðinn við mál
Lees biskups, sem getið var um í fyrra. Við forstöðu Mormóna-
kirkjunnar hefir tekið gamall maður, sem Taylor heitir, kænn
og vel að sjer, en örvasa og miklu kjarkminni en hinn. Hann
hefir ekki heldnr náð „prófeta“ virðingu, en er að eins „postuli“
að nafnbót.
Asift.
Persía. Hjeðan eru engi tíðindi að segja, og til þessa
ríkis hefir styrjöldin með Tyrkjum og Rússum ekki tekið. það
er sagt, að Nasreddin konungur sje bezti vin Rússa, og búizt
helzt við fulltingi af þeim, ef vandræði færast að ríki hans.
Hann hefir nú í annað skipti lagt á ferð til Evrópu, og
þó henni væri einkanlega heitið til Parisar (sýningarinnar
vegna), lagði hann fyrst leiðina til Rússlands og hafði mestu
sæmdar viðtökur af Zarnum, og færði honum góðar gjafir.
þaðan hjelt hann til Berlinar, og átti þann dag að þiggja
veizlu af keisaranum, er hann varð fyrir siðara tilræðinu (Nobi-
lings). „Shainum“ varð mjög felmt við þann atburð, og því
flýtti hann förinni sem mest til Parísar, að engin „óskytja“
sendingin skyldi að sjer „geiga". það er sagt, að bann hafi
haft með sjer að heiman ríflegan farareyri (4 mill. fránka),
enda sje honum ekki naumt reiknuð vistin í Paris. Hann má
ekki heldur koma slyppur heim, því þar er mörgum að þægja,