Skírnir - 01.01.1878, Blaðsíða 62
62
FRAKKLAND.
síSan ófriSnrinn byrjaSi út af anstræna málinn, stofnaö og bni8
allt undir til annars eins friðarfundar allra þjóSa, og gripa-
sýningin mikla er, sem nú er sótt af mörgum hundruSum
þúsnnda frá öllnm álfnm heimsins. Vjer nefndum hjer þjóS-
veldiS, og sknlum nú leitast viS aS skýra frá, hvernig þjóS-
valdsmönnum hefir nnnizt aS hnekkja ráSum og ofríkistilraunum
mótstöSnflokkanna, og hvaS fram hefir fariS síSan í fyrra vor
frakkneskri þjóSvaldsstjórn til eflingar og stofnfestu.
Skírnir hefir á fyrirfarandi árum sýnt lesendum sínum, aS
þó mótstöSumönnum þjóSveldisins tækist aS draga stjórnar-
taumana úr höndum Thiers sálnga (24. maí 1873), þá var hann
eptir sem áSur aðalforinginn í forvíginu, og hans ráSum og til-
lögum fylgdu eigi aS eins enir hófsmeiri af þjóSvaldsmönnnm,
en jafnvel Gambetta og hans flokkur rjezt upp á síSkastiS undir
sama merki. Thiers brýndi þaS ávallt fyrir mönnnm , aS þjóS-
veldiS væri sú einasta stjórnarlögun, sem nú gæti átt sjer staS
á Frakklandi, cn staSgæSi þess yrSi samt nndir því komiS,
aS menn forSuSust frekju og svæsni í öllu, sem til stjórnar kæmi
og lagasetninga. Af hófsmönnum voru þeir er drógust í hans
flokk og börSust meS mestum árangri í gegn einveidisflokkunum,
t. d. Casimir Perier, Léon Say, Grévy, Dufaure, Waddington
og fl. Af þessurn flokki, eSa hófsflokki löggjafarþingsins, voru
þeir menn, sem meS forustu Dufaures tóku viS stjórninni af
Buffet og hans sessunautum fyrir þremur árum (sbr. Skírni
1876, 80. bls.), en allt fyrir þaS kölluSu hinir þá byltinga-
menn og þeirra leiStoga, sem ginntu þjóSina á veg guSleysisins
og glötunarinnar. Skírnir minntist í fyrra á klerkaflokkinn á
Frakklandi, ráS hans og atferli, og þaS voru jafnan garpar af
því liSi, sem gerSu raestan storm á þinginu á móti ráSaneytinu,
og heittu hæSi þar og utanþings öllum brögSum til aS hnekkja
því frá völdum. þeir sendu menn og settu leyndarnefndir út
um allt land til æsinga í gegn stjórninni, og ljetu svo um
taliS fyrir alþýSunni, sem stjórnin hlynnti aS trúarleysi og
hnekkingu góSra siSa, og færSu þaS til, aS hún hefSi meinaS
mönnum aS senda páfanuin hollustu- og lotningar-avörp, en
biskupunum sjálíum aS brýna fyrir fólkinu skyldur þess viS